Að gefa dauðum hesti að éta Ólafur Þorri Árnason Klein skrifar 16. október 2017 09:00 Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun