Heilsíðuauglýsing klámkóngsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 07:46 Larry Flynt hefur lengi látið sig stjórnmál varða. Hér er hann á blaðamannafundi á heimili sínu þar sem hann greindi frá framboði hans til ríkisstjóra Kaliforníu. Vísir/Getty Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til. Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til.
Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira