Nauðsynlegt að breyta kosningalögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2017 06:00 Meðal þess sem nauðsynlegt er að laga er að framboð liggi fyrir þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst. vísir/ernir Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30
Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22