Ályktanir um Evrópumál Jón Sigurðsson skrifar 16. október 2017 10:00 Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Jón Sigurðsson Tengdar fréttir Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00 Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri.
Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00
Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun