Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. október 2017 12:00 Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Vísir/gva Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30