Trúir varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. október 2017 09:57 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“ Kosningar 2017 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“
Kosningar 2017 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira