Handbolti

Spilaði handboltaleik 73 ára

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þegar Sveinbjörn er ekki í handboltanum rekur hann fyrirtækið Silkiprent
Þegar Sveinbjörn er ekki í handboltanum rekur hann fyrirtækið Silkiprent mynd/mosfellingur.is
Sveinbjörn Sævar Ragnarsson varð í gærkvöld elsti maðurinn sem tekið hefur þátt í deildarleik á Íslandsmótinu í handbolta.

Sveinbjörn varð 73 ára í ágúst, en hann er einn markvarða liðsins Hvíta ridddarans frá Mosfellsbæ.

Hvíti riddarinn mætti ungmennaliðið Vals í Grill 66 deildinni í Valshöllinni í gær, en heimamenn fóru með 29-27 sigur.

Mosfellingar hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og eru á botninum með 0 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×