Velferðarráðuneytið undirbýr nú móttöku 50 flóttamanna til landsins í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá því í lok ágúst. Tekið verður á móti hópi hinsegin fólks úr flóttamannabúðum í Kenýa og arabískumælandi fólki sem nú er í Jórdaníu.
Þetta kemur fram í bréfi velferðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær taki við tíu flóttamönnum.
„Mosfellsbær hefur áður lýst yfir vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum og er því jákvæður gagnvart erindinu,“ segir bæjarráð Mosfellsbæjar sem setur í gang viðræður við ráðuneytið og undirbúning samnings um verkefnið.
Mosfellsbær taki á móti tíu
Garðar Örn Úlfarsson skrifar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent