Jóhannes Karl þjálfar ÍA og Sigurður Jónsson verður aðstoðarþjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 19:05 Jóhannes Karl Guðjónsson fær það verkefni að koma ÍA aftur upp í Pepsi-deildina. Vísir/Anton Skagamenn hafa ráðið sér nýjan þjálfara fyrir átökin í Inkasso deild karla í fótbolta en ÍA liðið féll úr Pepsi-deildinni á dögunum. Á heimasíðu ÍA kemur fram að Jóhannes Karl Guðjónsson verður næsti þjálfara meistaraflokks karla og Sigurður Jónsson muni aðstoða hann. Gunnlaugur Jónsson kláraði ekki tímabilið með Skagaliðið og aðstoðarmaður hans, Jón Þór Hauksson, tók við af honum á miðju tímabili. Skagamenn þakka Jóni Þór Haukssyni fyrir frábært og óeigingjarnt starf sem aðstoðarþjálfari í fjögur leiktímabil og sem aðalþjálfari meistaraflokks karla undanfarnar vikur. Jóhannes Karl er uppalinn hjá ÍA og hefur mikla reynslu sem leikmaður hér á landi og sem atvinnumaður erlendis m.a. hjá Burnley í Englandi. Undanfarið hefur Jóhannes Karl þjálfað HK í Kópavogi með góðum árangri. Sigurður Jónsson hefur jafnframt verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA. Sigurður hefur undanfarin ár verið þjálfari yngri flokka hjá ÍA og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla síðustu vikurnar en einnig hefur hann þjálfað knattspyrnufélagið Kára á Akranesi. Sigurður er einn sigursælasti leikmaður Knattspyrnufélags ÍA og hefur víðtæka reynslu sem leikmaður og atvinnumaður erlendis m.a. hjá Arsenal í Englandi. Sigurður hefur einnig mikla reynslu sem þjálfari hér á landi og í Svíþjóð þar sem hann þjálfaði m.a. úrvalsdeildarfélagið Djurgården um tveggja ára skeið. „Það er mikill heiður og stór áskorun fyrir mig að takast á við að þjálfa ÍA, félagið sem ég er alinn upp í og félagið sem ég hef alltaf litið á sem mitt félag. Í raun er draumur minn að rætast með þessari ráðningu og það er sérstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna með reynsluboltanum Sigurði Jónssyni sem ég horfði á með lotningu á fótboltavellinum þegar ég var lítill strákur. Framtíðin er björt í fótboltanum á Akranesi og það er mjög spennandi að fá að taka þátt í því metnaðarfulla uppbyggingarstarfi sem unnið er á því sviði í bænum mínum“ sagði Jóhannes Karl í viðtali á heimasíðu ÍA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Skagamenn hafa ráðið sér nýjan þjálfara fyrir átökin í Inkasso deild karla í fótbolta en ÍA liðið féll úr Pepsi-deildinni á dögunum. Á heimasíðu ÍA kemur fram að Jóhannes Karl Guðjónsson verður næsti þjálfara meistaraflokks karla og Sigurður Jónsson muni aðstoða hann. Gunnlaugur Jónsson kláraði ekki tímabilið með Skagaliðið og aðstoðarmaður hans, Jón Þór Hauksson, tók við af honum á miðju tímabili. Skagamenn þakka Jóni Þór Haukssyni fyrir frábært og óeigingjarnt starf sem aðstoðarþjálfari í fjögur leiktímabil og sem aðalþjálfari meistaraflokks karla undanfarnar vikur. Jóhannes Karl er uppalinn hjá ÍA og hefur mikla reynslu sem leikmaður hér á landi og sem atvinnumaður erlendis m.a. hjá Burnley í Englandi. Undanfarið hefur Jóhannes Karl þjálfað HK í Kópavogi með góðum árangri. Sigurður Jónsson hefur jafnframt verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA. Sigurður hefur undanfarin ár verið þjálfari yngri flokka hjá ÍA og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla síðustu vikurnar en einnig hefur hann þjálfað knattspyrnufélagið Kára á Akranesi. Sigurður er einn sigursælasti leikmaður Knattspyrnufélags ÍA og hefur víðtæka reynslu sem leikmaður og atvinnumaður erlendis m.a. hjá Arsenal í Englandi. Sigurður hefur einnig mikla reynslu sem þjálfari hér á landi og í Svíþjóð þar sem hann þjálfaði m.a. úrvalsdeildarfélagið Djurgården um tveggja ára skeið. „Það er mikill heiður og stór áskorun fyrir mig að takast á við að þjálfa ÍA, félagið sem ég er alinn upp í og félagið sem ég hef alltaf litið á sem mitt félag. Í raun er draumur minn að rætast með þessari ráðningu og það er sérstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna með reynsluboltanum Sigurði Jónssyni sem ég horfði á með lotningu á fótboltavellinum þegar ég var lítill strákur. Framtíðin er björt í fótboltanum á Akranesi og það er mjög spennandi að fá að taka þátt í því metnaðarfulla uppbyggingarstarfi sem unnið er á því sviði í bænum mínum“ sagði Jóhannes Karl í viðtali á heimasíðu ÍA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira