Þetta er engin melódramatísk sjúkrasaga Magnús Guðmundsson skrifar 12. október 2017 10:30 "Maður er bara eins og dýrin í skóginum,“ segir Eggert Þorleifsson um persónuna sem hann leikur í Föðurnum í Þjóðleikhúsinu. Visir/Eyþór Hann er svona að breytast í einhvers konar svarthol,“ segir Eggert Þorleifsson leikari um persónuna Andre sem hann tekst á við um þessar mundir. Andre er aðalpersóna leikritsins Faðirinn eftir franska leikskáldið Florian Zeller sem hlaut hin virtu Molière-verðlaun fyrir verkið árið 2014. Andre er kominn á efri ár og virðist vera að tapa áttum. Á hann sækja spurningar eins og hvort heilinn sé farinn að gefa sig eða er það kannski heimurinn sem er genginn af göflunum? Í verkinu dregur Zeller fram spurningar um lífið og elliglöp en hann gerir það á afar nýstárlegan og áleitinn máta. Leikstjórn er í höndum Kristínar Jóhannesdóttur en með önnur hlutverk fara Edda Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson.Svartholið Verkið þykir vera krefjandi fyrir leikara og þá einkum hlutverk Andre og Eggert segir að það sé í það minnsta erfitt að tala um það. „Það er svo erfitt að tala um svona vegna þess að út úr svona ástandi eins og Andre er í þá koma engar fréttir. Það sogast allt inn í þetta ástand og þess vegna er þetta svona skrítið mál vegna þess að persónur í þessu ástandi geta ekki flutt neinar fréttir af sér. Afleiðingin er að þetta er í raun í fyrsta sinn sem maður getur ekki notað þessi tæki leikarans að safna að sér einhvers konar undirtexta um fortíð, stöðu, skoðanir og annað slíkt sem maður setur á persónuna vegna þess að það eru engar upplýsingar. Þetta er þannig ástand að þú opnar augun og tekur bara í augnhæð það sem er fyrir framan þig. Það er enginn annar veruleiki. Þannig að það er ekki einfalt fyrir leikara að takast á við persónu sem er í þannig ástandi að frá henni berast engar fréttir heldur sogast heimurinn inn í hana og hverfur öllum. Þetta er það sem ég á við með að hann sé að breytast í svarthol.“ Aðspurður segir Eggert að óneitanlega hafi þetta æfingatímabil falið í sér mikla áskorun fyrir hann sem leikara. „Maður yngist ekki. Hefur ekki jafn lítið fyrir því að læra texta og þetta er svona í stærri kantinum auk þess sem maður hefur ekki aðgang að þessum tækjum sem leikarar nota alla jafna við sína persónusköpun. Það er ekki hægt að undirbyggja karakter sem maður hefur engar upplýsingar um og hann er ófær um að veita einhverjar upplýsingar sjálfur.“ En hvað gerir leikari í þessari stöðu? „Þú verður bara að taka þessu eins og það kemur af kúnni. Maður er bara eins og dýrin í skóginum sem bregðast við því sem er fyrir framan þau á hverri stundu. Þetta er svona viðbragð og sjálfsbjargarhvöt sem keyra svona persónu áfram af því að það er ekkert annað. Andre getur meira að segja ekki tekið neinu sem dellu því fyrir honum er allt veruleiki sem er þar og þá á hverri stundu fyrir sig. Allt er hér og nú.“Eggert og Edda Arnljótsdóttir í hlutverkum sínum. Mynd/Hörður SveinssonSkemmtileg samræða Á liðnum árum hefur Eggert unnið mikið með Kristínu Jóhannesdóttur, leikstjóra sýningarinnar, en það samstarf hefur verið ansi gjöfult. „Já, mér finnst það, alla vega hvað mig varðar þá hef ég haft afskaplega gaman af því. Það er svo gaman að vinna með leikstjóra eins og Kristínu sem maður getur átt samræður við, fremur en að vera bara verkfæri leikstjóra. Mér finnst það frjálslegra og ég hef alltaf verið soldið kargur að kyngja alveg orðalaust einhverju sem maður er svo kannski alls ekkert sammála. Kristín er alltaf til í að ræða allt og prófa allar hugmyndir og það er frjálslegt og skemmtilegt að vinna með slíkum leikstjóra og ég kann vel við þannig vinnubrögð.“ Skynjarðu kannski fyrir vikið að þú sért á réttri leið? Á vegferð sem þú vildir líka fara með persónuna og verkið? „Alla vega fer ég það af fúsum og frjálsum vilja en læt ekki draga mig inn í einhverja dellu sem ég er ekki sáttur við. Það eru auðvitað fleiri svona leikstjórar til en þetta skiptist soldið í tvær áttir. Sumir setja upp sýningar og nota leikarana sem tæki án þess að maður hafi nokkuð um það að segja en hjá Kristínu tekur maður svo mikla ábyrgð á sjálfum sér í ferlinu og verkinu öllu. Það finnst mér gaman.“Engin melódramatík Þrátt fyrir að það sé alvarlegur tónn í Föðurnum er einnig fyndinn strengur í verkinu og Eggert segir að verkið sé vissulega fyndið á einhvern hátt. „Þetta er ekki fyndið á hefðbundinn hátt, það er ekki verið að setja upp einhverja brandara, en eins átakanlegt og svona ástand er þá hrökkva stundum úr hugskoti einstaklinga gráthlægilegar dellur og furðuleg viðbrögð við hlutum sem eru algjörlega á skjön við það sem er okkur kunnuglegt. Það er ekki auðvelt að koma orðum að þessu vegna þess að ég vil ekki vera að tala um þennan sjúkdóm því við erum ekki að fjalla um hann. Alls ekki. Þetta er engin melódramatísk sjúkdómssaga, langt frá því. Málið er að fréttirnar sem berast okkur út í normið úr svartholinu eiga það til að vera dáldið skrítnar og fyrir vikið skemmtilegar. Svartholið er absúrd heimur sem lýtur einhverjum lögmálum sem við þekkjum ekki.“ En er styrkur þessa verks að það veltir sér ekki upp úr einhverju sjúkdómsástandi? „Já, alveg klárlega, eins og maður segir á íþróttamáli. Verkið forðast þetta á afskaplega sniðuglegan hátt, ég ætla ekki að upplýsa hvernig, en því tekst að forðast það að verða að einhverju hefðbundnu línulaga stofudrama. Það er mikil mannleg dýpt í þessu verki og höfundurinn kippir því út úr hefðbundnu línulegu ferli og beitir ákveðinni tækni til þess að áhorfendur sjái verkið með augum Andre. Áhorfendur eru því í þeim sporum að allt kemur þeim jafn mikið á óvart og persónunni og það er sérstök upplifun.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október. Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hann er svona að breytast í einhvers konar svarthol,“ segir Eggert Þorleifsson leikari um persónuna Andre sem hann tekst á við um þessar mundir. Andre er aðalpersóna leikritsins Faðirinn eftir franska leikskáldið Florian Zeller sem hlaut hin virtu Molière-verðlaun fyrir verkið árið 2014. Andre er kominn á efri ár og virðist vera að tapa áttum. Á hann sækja spurningar eins og hvort heilinn sé farinn að gefa sig eða er það kannski heimurinn sem er genginn af göflunum? Í verkinu dregur Zeller fram spurningar um lífið og elliglöp en hann gerir það á afar nýstárlegan og áleitinn máta. Leikstjórn er í höndum Kristínar Jóhannesdóttur en með önnur hlutverk fara Edda Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson.Svartholið Verkið þykir vera krefjandi fyrir leikara og þá einkum hlutverk Andre og Eggert segir að það sé í það minnsta erfitt að tala um það. „Það er svo erfitt að tala um svona vegna þess að út úr svona ástandi eins og Andre er í þá koma engar fréttir. Það sogast allt inn í þetta ástand og þess vegna er þetta svona skrítið mál vegna þess að persónur í þessu ástandi geta ekki flutt neinar fréttir af sér. Afleiðingin er að þetta er í raun í fyrsta sinn sem maður getur ekki notað þessi tæki leikarans að safna að sér einhvers konar undirtexta um fortíð, stöðu, skoðanir og annað slíkt sem maður setur á persónuna vegna þess að það eru engar upplýsingar. Þetta er þannig ástand að þú opnar augun og tekur bara í augnhæð það sem er fyrir framan þig. Það er enginn annar veruleiki. Þannig að það er ekki einfalt fyrir leikara að takast á við persónu sem er í þannig ástandi að frá henni berast engar fréttir heldur sogast heimurinn inn í hana og hverfur öllum. Þetta er það sem ég á við með að hann sé að breytast í svarthol.“ Aðspurður segir Eggert að óneitanlega hafi þetta æfingatímabil falið í sér mikla áskorun fyrir hann sem leikara. „Maður yngist ekki. Hefur ekki jafn lítið fyrir því að læra texta og þetta er svona í stærri kantinum auk þess sem maður hefur ekki aðgang að þessum tækjum sem leikarar nota alla jafna við sína persónusköpun. Það er ekki hægt að undirbyggja karakter sem maður hefur engar upplýsingar um og hann er ófær um að veita einhverjar upplýsingar sjálfur.“ En hvað gerir leikari í þessari stöðu? „Þú verður bara að taka þessu eins og það kemur af kúnni. Maður er bara eins og dýrin í skóginum sem bregðast við því sem er fyrir framan þau á hverri stundu. Þetta er svona viðbragð og sjálfsbjargarhvöt sem keyra svona persónu áfram af því að það er ekkert annað. Andre getur meira að segja ekki tekið neinu sem dellu því fyrir honum er allt veruleiki sem er þar og þá á hverri stundu fyrir sig. Allt er hér og nú.“Eggert og Edda Arnljótsdóttir í hlutverkum sínum. Mynd/Hörður SveinssonSkemmtileg samræða Á liðnum árum hefur Eggert unnið mikið með Kristínu Jóhannesdóttur, leikstjóra sýningarinnar, en það samstarf hefur verið ansi gjöfult. „Já, mér finnst það, alla vega hvað mig varðar þá hef ég haft afskaplega gaman af því. Það er svo gaman að vinna með leikstjóra eins og Kristínu sem maður getur átt samræður við, fremur en að vera bara verkfæri leikstjóra. Mér finnst það frjálslegra og ég hef alltaf verið soldið kargur að kyngja alveg orðalaust einhverju sem maður er svo kannski alls ekkert sammála. Kristín er alltaf til í að ræða allt og prófa allar hugmyndir og það er frjálslegt og skemmtilegt að vinna með slíkum leikstjóra og ég kann vel við þannig vinnubrögð.“ Skynjarðu kannski fyrir vikið að þú sért á réttri leið? Á vegferð sem þú vildir líka fara með persónuna og verkið? „Alla vega fer ég það af fúsum og frjálsum vilja en læt ekki draga mig inn í einhverja dellu sem ég er ekki sáttur við. Það eru auðvitað fleiri svona leikstjórar til en þetta skiptist soldið í tvær áttir. Sumir setja upp sýningar og nota leikarana sem tæki án þess að maður hafi nokkuð um það að segja en hjá Kristínu tekur maður svo mikla ábyrgð á sjálfum sér í ferlinu og verkinu öllu. Það finnst mér gaman.“Engin melódramatík Þrátt fyrir að það sé alvarlegur tónn í Föðurnum er einnig fyndinn strengur í verkinu og Eggert segir að verkið sé vissulega fyndið á einhvern hátt. „Þetta er ekki fyndið á hefðbundinn hátt, það er ekki verið að setja upp einhverja brandara, en eins átakanlegt og svona ástand er þá hrökkva stundum úr hugskoti einstaklinga gráthlægilegar dellur og furðuleg viðbrögð við hlutum sem eru algjörlega á skjön við það sem er okkur kunnuglegt. Það er ekki auðvelt að koma orðum að þessu vegna þess að ég vil ekki vera að tala um þennan sjúkdóm því við erum ekki að fjalla um hann. Alls ekki. Þetta er engin melódramatísk sjúkdómssaga, langt frá því. Málið er að fréttirnar sem berast okkur út í normið úr svartholinu eiga það til að vera dáldið skrítnar og fyrir vikið skemmtilegar. Svartholið er absúrd heimur sem lýtur einhverjum lögmálum sem við þekkjum ekki.“ En er styrkur þessa verks að það veltir sér ekki upp úr einhverju sjúkdómsástandi? „Já, alveg klárlega, eins og maður segir á íþróttamáli. Verkið forðast þetta á afskaplega sniðuglegan hátt, ég ætla ekki að upplýsa hvernig, en því tekst að forðast það að verða að einhverju hefðbundnu línulaga stofudrama. Það er mikil mannleg dýpt í þessu verki og höfundurinn kippir því út úr hefðbundnu línulegu ferli og beitir ákveðinni tækni til þess að áhorfendur sjái verkið með augum Andre. Áhorfendur eru því í þeim sporum að allt kemur þeim jafn mikið á óvart og persónunni og það er sérstök upplifun.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október.
Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira