Domino´s Körfuboltakvöld: Elín Sóley best og þessar eru líka í liði 2. umferðar hjá stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 15:34 Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira