Þingmaður varaði við „ófyrirséðum“ viðbótargjöldum WOW Air á breska þinginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 12:56 Þingmaðurinn Darren Jones var óánægður með copy/paste-svör flugfélagsins eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands og vakti athygli á því á breska þinginu. Vísir/Getty Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur. Fréttir af flugi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira
Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur.
Fréttir af flugi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira