Hugvit, hagkerfið og heimurinn Sigurður Hannesson skrifar 11. október 2017 07:00 Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar