Gæti orðið um langan veg að fara fyrir stuðningsmenn á HM í Rússlandi Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2017 11:30 Luzhniki Stadium í Moskvu, þar sem opnunarleikur mótsins fer fram sem og úrslitaleikurinn. Vísir/Getty Eins og alþjóð veit verður íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Mun íslenska liðið skipa einn af átta riðlum mótsins sem dregið verður í 1. desember næstkomandi. Alls komast 32 lið í til Rússlands en heimaliðið skipar nú þegar A-riðil en fjögur lið verða í hverjum riðli. Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:Ekaterinburg Arena í borginni EkaterinburgKaliningrad Stadium í borginni KaliningradKazan Arena í borginni KazanLuzhniki Stadium í höfuðborginni MoskvuSpartak Stadium í höfuðborginni MoskvuMizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny NovogradRostov Arena í hafnarborginni Rostov on DonSaint Petersburg Stadium í Sankti PétursborgSamara Arena í borginni SamaraMordovia Arena í borginni SaranskFisht Stadium í borginni SochiVolgograd Arena í borginni VologradHér má sjá leikjaniðurröðunina.fifa.comÁ þessu heimsmeistaramóti verður fyrirkomulagið þannig að riðlarnir flakka á milli borga. Þannig munu leikir í A-riðli, sem heimamenn Rússa skipa, fara fram í sex borgum, Ekaterinburg, Moskvu, Rostov on Don, Sankti Pétursborg, Samara og Volgograd.Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.Если ты чувствуешь себя одиноко, просто вспомни про трибуну стадиона в Екатеринбурге, которая будет стоять отдельно от всего стадиона pic.twitter.com/GjG7NWL8NF— Лентач (@oldLentach) September 28, 2017 Sjá einnig: Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní. Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.Hér má sjá leikstaðina á korti.FIFA.COMRússland er ákaflega stórt og mikið land en skipuleggjendur mótsins ákváðu að einskorða mótið við vesturhluta Rússlands og sleppa þar með Síberíu og Kyrrahafsströndinni, líkt og kom fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian árið 2010 þegar tilkynnt var að Rússland myndi halda mótið. Var stungið upp á því að mótsstöðum yrði skipt upp eftir hólfum til að koma í veg fyrir löng ferðalög milli leikja, en við uppröðunina var þó aðeins stuðst við þessa hólf að litlu leyti. Tímabeltin Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti. Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit verður íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Mun íslenska liðið skipa einn af átta riðlum mótsins sem dregið verður í 1. desember næstkomandi. Alls komast 32 lið í til Rússlands en heimaliðið skipar nú þegar A-riðil en fjögur lið verða í hverjum riðli. Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:Ekaterinburg Arena í borginni EkaterinburgKaliningrad Stadium í borginni KaliningradKazan Arena í borginni KazanLuzhniki Stadium í höfuðborginni MoskvuSpartak Stadium í höfuðborginni MoskvuMizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny NovogradRostov Arena í hafnarborginni Rostov on DonSaint Petersburg Stadium í Sankti PétursborgSamara Arena í borginni SamaraMordovia Arena í borginni SaranskFisht Stadium í borginni SochiVolgograd Arena í borginni VologradHér má sjá leikjaniðurröðunina.fifa.comÁ þessu heimsmeistaramóti verður fyrirkomulagið þannig að riðlarnir flakka á milli borga. Þannig munu leikir í A-riðli, sem heimamenn Rússa skipa, fara fram í sex borgum, Ekaterinburg, Moskvu, Rostov on Don, Sankti Pétursborg, Samara og Volgograd.Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.Если ты чувствуешь себя одиноко, просто вспомни про трибуну стадиона в Екатеринбурге, которая будет стоять отдельно от всего стадиона pic.twitter.com/GjG7NWL8NF— Лентач (@oldLentach) September 28, 2017 Sjá einnig: Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní. Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.Hér má sjá leikstaðina á korti.FIFA.COMRússland er ákaflega stórt og mikið land en skipuleggjendur mótsins ákváðu að einskorða mótið við vesturhluta Rússlands og sleppa þar með Síberíu og Kyrrahafsströndinni, líkt og kom fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian árið 2010 þegar tilkynnt var að Rússland myndi halda mótið. Var stungið upp á því að mótsstöðum yrði skipt upp eftir hólfum til að koma í veg fyrir löng ferðalög milli leikja, en við uppröðunina var þó aðeins stuðst við þessa hólf að litlu leyti. Tímabeltin Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti. Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45