Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir skrifar 10. október 2017 06:00 Almenn eining ríkir um að gera þurfi betur í heilbrigðismálum. Þverpólitísk sátt náðist á Alþingi í vor þegar samþykkt var þingsályktunartillaga Framsóknarflokks um gerð heilbrigðisáætlunar. Þrjú verkefni þola ekki bið. Hjúkrunarheimilum þarf að fjölga, reisa þarf þjóðarsjúkrahús og efla þarf heilsugæslu. Fjölga hjúkrunarheimilum: Sjúklingar liggja lengur inni á Landspítalanum (LSH) en gengur og gerist annars staðar. Reisa verður fleiri hjúkrunarheimili til að fækka biðsjúklingum á LSH. Stór fjöldi sjúklinga sem lokið hefur meðferð bíður eftir því að komast að á hjúkrunarheimili. Legudeildarpláss er dýrara en pláss á öldrunarstofnun og það fer ekki eins vel um þessa sjúklinga á LSH, þar sem áreitið er meira. Það er hagur allra að bæta úr á þessu sviði og fellur undir heildstæða heilbrigðisáætlun. Framtíðarþjóðarsjúkrahúsið: Ein stærsta og merkilegasta framkvæmd á teikniborðinu er þjóðarsjúkrahúsið. Þjóðin eldist og þörfin eykst fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þjóðarsjúkrahús á að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem rými er fyrir stækkun í tímans rás. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging við Hringbraut byggir á margra ára gömlum hugmyndum og þarfagreiningu sem er hugsanlega ekki í takt við þarfir framtíðar. Mestu skiptir að nýtt sjúkrahús uppfylli þarfir þjóðarinnar. Eflum heilsugæslu: Ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann úttekt um heilbrigðiskerfið haustið 2016. Heilbrigðiskerfið byggir á nokkrum samhangandi þáttum, m.a. heilsugæslu, sérfræðilæknum, LSH og hjúkrunarheimilum. Skil milli þessara þátta eru óljós. Sjúklingar liggja lengur á sjúkrahúsum hér en annars staðar, sérfræðilæknar gætu læknað sjúklinga sem heldur leita til LSH og heilsugæslan ætti að annast sjúklinga sem leita lækninga annars staðar í kerfinu. Með öðrum orðum vantar skipulag í kerfið og hægt væri að veita sömu þjónustu á hagkvæmari hátt. Ég vil nýta fjármunina sem sparast til að veita betri þjónustu. Velferðarsamfélagið okkar krefst þess að við gerum betur. Sýnum það í verki. Vinnum heildstæða heilbrigðisáætlun fyrir Ísland.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Almenn eining ríkir um að gera þurfi betur í heilbrigðismálum. Þverpólitísk sátt náðist á Alþingi í vor þegar samþykkt var þingsályktunartillaga Framsóknarflokks um gerð heilbrigðisáætlunar. Þrjú verkefni þola ekki bið. Hjúkrunarheimilum þarf að fjölga, reisa þarf þjóðarsjúkrahús og efla þarf heilsugæslu. Fjölga hjúkrunarheimilum: Sjúklingar liggja lengur inni á Landspítalanum (LSH) en gengur og gerist annars staðar. Reisa verður fleiri hjúkrunarheimili til að fækka biðsjúklingum á LSH. Stór fjöldi sjúklinga sem lokið hefur meðferð bíður eftir því að komast að á hjúkrunarheimili. Legudeildarpláss er dýrara en pláss á öldrunarstofnun og það fer ekki eins vel um þessa sjúklinga á LSH, þar sem áreitið er meira. Það er hagur allra að bæta úr á þessu sviði og fellur undir heildstæða heilbrigðisáætlun. Framtíðarþjóðarsjúkrahúsið: Ein stærsta og merkilegasta framkvæmd á teikniborðinu er þjóðarsjúkrahúsið. Þjóðin eldist og þörfin eykst fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þjóðarsjúkrahús á að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem rými er fyrir stækkun í tímans rás. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging við Hringbraut byggir á margra ára gömlum hugmyndum og þarfagreiningu sem er hugsanlega ekki í takt við þarfir framtíðar. Mestu skiptir að nýtt sjúkrahús uppfylli þarfir þjóðarinnar. Eflum heilsugæslu: Ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann úttekt um heilbrigðiskerfið haustið 2016. Heilbrigðiskerfið byggir á nokkrum samhangandi þáttum, m.a. heilsugæslu, sérfræðilæknum, LSH og hjúkrunarheimilum. Skil milli þessara þátta eru óljós. Sjúklingar liggja lengur á sjúkrahúsum hér en annars staðar, sérfræðilæknar gætu læknað sjúklinga sem heldur leita til LSH og heilsugæslan ætti að annast sjúklinga sem leita lækninga annars staðar í kerfinu. Með öðrum orðum vantar skipulag í kerfið og hægt væri að veita sömu þjónustu á hagkvæmari hátt. Ég vil nýta fjármunina sem sparast til að veita betri þjónustu. Velferðarsamfélagið okkar krefst þess að við gerum betur. Sýnum það í verki. Vinnum heildstæða heilbrigðisáætlun fyrir Ísland.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar