300.000 mótmæltu í Barcelona í dag Kjartan Kjartansson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 29. október 2017 17:30 Spænski fáninn var áberandi í mótmælunum í Barcelona í dag. Vísir/EPA Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22
Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14