Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. október 2017 10:17 Leiðtogar flokkanna sem áttu sæti á Alþingi og þeirra sem mældust með mann inn á þing mættust í setti á föstudagskvöld. Vísir/Ernir Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn. Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira