„Aðal hugsjónin mín er að reyna að útrýma fátækt á Íslandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 01:37 Inga Sæland fagnar með sínu fólki á kosningavöku Flokks fólksins. Vísir/Ernir „Ég átti ekki vona á þessu. Ég er bara auðmjúk,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem er með fjóra menn á þingi eins og staðan er núna. Hún þakkar góðu starfi flokksins og kjósendum sínum þennan árangur. „Það er ekki hægt að þakka neinu öðru en þeim sem tóku utan um okkar litla flokk og hófu okkur upp þar sem við erum núna.“ Hún segist ekki geta áttað sig á því hvað varð til þess flokkurinn tók þetta mikla stökk á kosningadag en flokkurinn hafði ekki mælst á þingi í skoðanakönnunum vikuna fyrir kosningar. Hún segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk. „Ég hef ævinlega sagt það að við störfum með öllum sem vilja taka utan um okkar hugsjónir. Aðalhugsjónin mín er að reyna að útrýma fátækt á Íslandi. Ég get ekki séð annað en að allir sem störfuðu í þessari kosningabaráttu séu á því plani. Það er mín bjargfasta trú og von að við sýnum þann þroska að taka utan um fólkið okkar og gera það vel.“ Hún segir að hún verði eflaust steinhissa þegar hún mætir á þingið yfir því hennar rödd sé komin þangað, aðspurð hvert verður hennar fyrsta verk sem þingmaður. „En að öðru leyti veit ég ekkert hvað verður um mig, hvort sem ég verð í meiri- eða minnihluta. Ég mun halda ótrauð áfram þeirri vegferð sem ég hef hafið.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkur fólksins fagnaði innilega fyrstu tölum Voru með þrjá menn á þingi eftir fyrstu tölur. 28. október 2017 23:09 Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Miðflokknum vantar einn þingmann til að ná meirihluta miðað við fyrstu tölur 28. október 2017 23:43 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Ég átti ekki vona á þessu. Ég er bara auðmjúk,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem er með fjóra menn á þingi eins og staðan er núna. Hún þakkar góðu starfi flokksins og kjósendum sínum þennan árangur. „Það er ekki hægt að þakka neinu öðru en þeim sem tóku utan um okkar litla flokk og hófu okkur upp þar sem við erum núna.“ Hún segist ekki geta áttað sig á því hvað varð til þess flokkurinn tók þetta mikla stökk á kosningadag en flokkurinn hafði ekki mælst á þingi í skoðanakönnunum vikuna fyrir kosningar. Hún segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk. „Ég hef ævinlega sagt það að við störfum með öllum sem vilja taka utan um okkar hugsjónir. Aðalhugsjónin mín er að reyna að útrýma fátækt á Íslandi. Ég get ekki séð annað en að allir sem störfuðu í þessari kosningabaráttu séu á því plani. Það er mín bjargfasta trú og von að við sýnum þann þroska að taka utan um fólkið okkar og gera það vel.“ Hún segir að hún verði eflaust steinhissa þegar hún mætir á þingið yfir því hennar rödd sé komin þangað, aðspurð hvert verður hennar fyrsta verk sem þingmaður. „En að öðru leyti veit ég ekkert hvað verður um mig, hvort sem ég verð í meiri- eða minnihluta. Ég mun halda ótrauð áfram þeirri vegferð sem ég hef hafið.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkur fólksins fagnaði innilega fyrstu tölum Voru með þrjá menn á þingi eftir fyrstu tölur. 28. október 2017 23:09 Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Miðflokknum vantar einn þingmann til að ná meirihluta miðað við fyrstu tölur 28. október 2017 23:43 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Flokkur fólksins fagnaði innilega fyrstu tölum Voru með þrjá menn á þingi eftir fyrstu tölur. 28. október 2017 23:09
Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Miðflokknum vantar einn þingmann til að ná meirihluta miðað við fyrstu tölur 28. október 2017 23:43