Sama má segja um Viðreisn og jafnvel Framsóknarflokkinn og þá er nokkuð ljóst, að minnsta kosti samkvæmt könnunum, að Vinstri græn eru að dala.
Þetta gæti bent til þess að hægriflokkarnir gætu frekar fengið meira upp úr kjörkössunum og vinstriflokkarnir minna heldur en kannanir gefa til kynna, en þetta kom fram í máli Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þar fór hann yfir stöðuna og ræddi til dæmis hvaða áhrif aukin kjörsókn miðað við kosningar í fyrra gæti haft á niðurstöður kosninganna.
„Þetta er nokkuð athyglisvert. Að vísu ber að hafa það í huga að í fyrsta skipti í kosningunum í fyrra fór kjörsókn undir 80 prósent. En ef við sjáum meiri kjörsókn núna þá gæti það bent til þess ungt fólk er frekar að mæta á kjörstað en áður. Það er aldurshópurinn 18-25 ára sem mætir verr á kjörstað heldur en þeir sem eldri eru og þetta gæti þá hugsanlega gagnast helst Pírötum því þeir hafa mun meiri stuðning meðal yngstu kjósendanna heldur en annarra,“ sagði Baldur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.