Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 14:30 Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Vísir/anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36