Eitt fordæmi fyrir fjögurra flokka stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2017 06:00 Fjögurra flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lét af störfum 1991. Í henni sátu frá vinstri Júlíus Sólnes, Guðmundur Bjarnason, Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Óli Þ. Guðbjartsson. Vísir/GVA Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira