Telur að stóru kosningaloforðin muni gera flokkunum erfiðara fyrir að ná saman í ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2017 23:00 Leiðtogar flokkanna í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/ernir „Við erum náttúrulega öll í æfingu af því það er svo stutt síðan síðast en ég bara lít svo á að stóru tíðindin í þessari könnun eru að stjórnarandstaðan núna á þingi er með meirihluta.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld en þar mættust leiðtogar allra flokka sem sæti eiga á þingi sem og sem og leiðtogar þeirra flokka sem kannanir síðustu vikur hafa sýnt að eigi möguleika að ná mönnum inn á þing. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að stóru kosningaloforð flokkanna muni gera þeim erfiðara að ná saman til að mynda ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði í lok hans út í stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni tók það níu vikur að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í fyrra. Til þess var Katrín að vísa í svari sínu þegar hún sagði að leiðtogar flokkanna væru í góðri æfingu og svo til könnunarinnar sem sýnir stjórnarandstöðuna, Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Framsóknarflokkinn með 34 þingmenn en 32 þingmenn þarf til að mynda meirihluta á Alþingi.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er hér fyrir miðju ásamt þeim Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna og Jóni Þór Ólafssyni, Pírata, í þættinum í kvöld.vísir/ernirÞörf á málamiðlunum án þess að gefa frá sér alla sína stefnu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja það ónákvæm vísindi að skipta niður þingmönnum á grundvelli svona skoðanakönnunar og benti á að fylgið dreifist mikið. Þá sagði hann ekki hægt að svara því hversu langan tíma það myndi taka að mynda ríkisstjórn. „Ég segi bara að þegar fylgið dreifist svona mikið og prósentustig til eða frá geta velt tveimur þremur þingmönnum á milli flokka, hvar lenda uppbótarþingmenn, ég held að að þetta séu mjög ónákvæm vísindi að vera að skipta niður þingmönnum á grundvelli svona skoðanakönnunar,“ sagði Bjarni. Hann sagði síðan að fái maður umboð til þess að mynda ríkisstjórn þá verði viðkomandi að vera opinn fyrir lausnum. „Það mun þurfa málamiðlanir en maður getur ekki gefið frá sér alla sína stefnu í þágu ríkisstjórnar. Þess vegna hefur þetta tekið langan tíma, vegna þess að sá dans getur verið býsna snúinn og oft langt á milli flokka.“ Katrín tók undir með Bjarna að flokkarnir við borðið væru ólíkir hugmyndafræðilega og málið snerist ekki bara um að setjast niður og mynda ríkisstjórn heldur þyrfti að hafa trú á því að ríkisstjórnin myndi skila einhverjum árangri.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/ernirMun leggja höfuðáherslu á menntamálin í ríkisstjórn Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði erfitt að sjá hvort það væri vinstri eða hægristjórn í spilunum. „Súlurnar segja manni einhverja sögu en líka bara hvernig þetta gekk síðast á milli flokkanna og það sitja nú flestir hérna ennþá. Líka öll þessi loforð eða tromp eða hvað maður á að kalla það. Þessi stóru kosningaloforð sem hafa komið, þau munu gera það erfiðara fyrir flokka að ná saman,“ sagði Óttarr. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði þetta allt snúast um sýn á það hvernig bæta megi íslenskt samfélagi og hverjir væru tilbúnir til þess að forgangsraða á réttan hátt. Sagði hún til að mynda að Framsóknarflokkurinn myndi leggja höfuðáherslu á menntamálin ef hann tæki sæti í næstu ríkisstjórn. Aðspurð sagði Lilja að Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn til að vinna með þeim sem væru tilbúnir til þess að gera Ísland að enn betra samfélagi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/ernirSumir á leið til Ameríku en aðrir á leið til Norðurlandanna Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var spurður að því hvort hann væri til í að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég skal vera algjörlega skýr í þessu af því að í kosningabaráttunni hefur bara birst mjög nákvæm mynd af því hvert flokkarnir vilja fara. Ef við værum upp í Leifsstöð og værum að fara upp í flugvélar þá væru sumir hérna að fara að fljúga vestur yfir haf og til Ameríku en ég og nokkrir aðrir værum að fara að fljúga til Svíþjóðar og Noregs og Norðurlandanna. Ég held við ættum bara að reyna að mynda stjórn um borð í vélunum og sjá hvor verður fjölmennari áður en við förum að velja þriðja áfangastaðinn sem kannski leiðir ekki til neins,“ svaraði Logi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði vilja fá stjórnarmyndunarumboðið strax. „Og ég myndi bara redda þessu og væri engar tíu vikur að vesenast með þetta. En eins og ég hef sagt frá degi eitt þá náttúrulega höfnum við engum þeim sem vilja virkilega taka utan um okkar hugsjón. Við viljum fyrst og síðast útrýma fátækt á Íslandi þó svo að hugtakið sé orðið þannig að fólk vilji varla tala um það,“ sagði Inga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stjórnarmyndun snúast fyrst og fremst um málefnin. „Mér finnst allt að því fáránlegt ef við förum að útiloka einhverja flokka. Við munum leggja áherslu á það að lækka vexti, á jafnrétti, á húsnæðismálin, á heilbrigðismálin, menntamálin,“ sagði Þorgerður og benti svo á að hún teldi að það gæti tekið styttri tíma nú en í fyrra að mynda ríkisstjórn. „Ef okkur er alvara með það að vinna betur saman og hverfa á braut útilokana getum við ekki verið að útiloka tiltekna flokka fyrir kosningar. Ég skal hins vegar vera alveg skýr á því að við ætlum ekki að fara í ríkisstjórn bara til að komast í ríkisstjórn. Við höfum enga þörf fyrir ráðherrastóla bara stólanna vegna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðunum. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á svipuðum nótum og hinir formennirnir og sagði þetta snúast bara um málefnin. Hann sagði málefnin alveg skýr og til að mynda ljóst af fjárlögum Pírata sem þeir kynntu fyrir kosningar hvert flokkurinn vill stefna. Þá benti hann á að miðað við stefnur flokkanna þá væru Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar ekki á sömu leið.Leiðtogaumræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. 26. október 2017 19:45 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
„Við erum náttúrulega öll í æfingu af því það er svo stutt síðan síðast en ég bara lít svo á að stóru tíðindin í þessari könnun eru að stjórnarandstaðan núna á þingi er með meirihluta.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld en þar mættust leiðtogar allra flokka sem sæti eiga á þingi sem og sem og leiðtogar þeirra flokka sem kannanir síðustu vikur hafa sýnt að eigi möguleika að ná mönnum inn á þing. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að stóru kosningaloforð flokkanna muni gera þeim erfiðara að ná saman til að mynda ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði í lok hans út í stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni tók það níu vikur að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í fyrra. Til þess var Katrín að vísa í svari sínu þegar hún sagði að leiðtogar flokkanna væru í góðri æfingu og svo til könnunarinnar sem sýnir stjórnarandstöðuna, Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Framsóknarflokkinn með 34 þingmenn en 32 þingmenn þarf til að mynda meirihluta á Alþingi.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er hér fyrir miðju ásamt þeim Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna og Jóni Þór Ólafssyni, Pírata, í þættinum í kvöld.vísir/ernirÞörf á málamiðlunum án þess að gefa frá sér alla sína stefnu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja það ónákvæm vísindi að skipta niður þingmönnum á grundvelli svona skoðanakönnunar og benti á að fylgið dreifist mikið. Þá sagði hann ekki hægt að svara því hversu langan tíma það myndi taka að mynda ríkisstjórn. „Ég segi bara að þegar fylgið dreifist svona mikið og prósentustig til eða frá geta velt tveimur þremur þingmönnum á milli flokka, hvar lenda uppbótarþingmenn, ég held að að þetta séu mjög ónákvæm vísindi að vera að skipta niður þingmönnum á grundvelli svona skoðanakönnunar,“ sagði Bjarni. Hann sagði síðan að fái maður umboð til þess að mynda ríkisstjórn þá verði viðkomandi að vera opinn fyrir lausnum. „Það mun þurfa málamiðlanir en maður getur ekki gefið frá sér alla sína stefnu í þágu ríkisstjórnar. Þess vegna hefur þetta tekið langan tíma, vegna þess að sá dans getur verið býsna snúinn og oft langt á milli flokka.“ Katrín tók undir með Bjarna að flokkarnir við borðið væru ólíkir hugmyndafræðilega og málið snerist ekki bara um að setjast niður og mynda ríkisstjórn heldur þyrfti að hafa trú á því að ríkisstjórnin myndi skila einhverjum árangri.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/ernirMun leggja höfuðáherslu á menntamálin í ríkisstjórn Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði erfitt að sjá hvort það væri vinstri eða hægristjórn í spilunum. „Súlurnar segja manni einhverja sögu en líka bara hvernig þetta gekk síðast á milli flokkanna og það sitja nú flestir hérna ennþá. Líka öll þessi loforð eða tromp eða hvað maður á að kalla það. Þessi stóru kosningaloforð sem hafa komið, þau munu gera það erfiðara fyrir flokka að ná saman,“ sagði Óttarr. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði þetta allt snúast um sýn á það hvernig bæta megi íslenskt samfélagi og hverjir væru tilbúnir til þess að forgangsraða á réttan hátt. Sagði hún til að mynda að Framsóknarflokkurinn myndi leggja höfuðáherslu á menntamálin ef hann tæki sæti í næstu ríkisstjórn. Aðspurð sagði Lilja að Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn til að vinna með þeim sem væru tilbúnir til þess að gera Ísland að enn betra samfélagi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/ernirSumir á leið til Ameríku en aðrir á leið til Norðurlandanna Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var spurður að því hvort hann væri til í að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég skal vera algjörlega skýr í þessu af því að í kosningabaráttunni hefur bara birst mjög nákvæm mynd af því hvert flokkarnir vilja fara. Ef við værum upp í Leifsstöð og værum að fara upp í flugvélar þá væru sumir hérna að fara að fljúga vestur yfir haf og til Ameríku en ég og nokkrir aðrir værum að fara að fljúga til Svíþjóðar og Noregs og Norðurlandanna. Ég held við ættum bara að reyna að mynda stjórn um borð í vélunum og sjá hvor verður fjölmennari áður en við förum að velja þriðja áfangastaðinn sem kannski leiðir ekki til neins,“ svaraði Logi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði vilja fá stjórnarmyndunarumboðið strax. „Og ég myndi bara redda þessu og væri engar tíu vikur að vesenast með þetta. En eins og ég hef sagt frá degi eitt þá náttúrulega höfnum við engum þeim sem vilja virkilega taka utan um okkar hugsjón. Við viljum fyrst og síðast útrýma fátækt á Íslandi þó svo að hugtakið sé orðið þannig að fólk vilji varla tala um það,“ sagði Inga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stjórnarmyndun snúast fyrst og fremst um málefnin. „Mér finnst allt að því fáránlegt ef við förum að útiloka einhverja flokka. Við munum leggja áherslu á það að lækka vexti, á jafnrétti, á húsnæðismálin, á heilbrigðismálin, menntamálin,“ sagði Þorgerður og benti svo á að hún teldi að það gæti tekið styttri tíma nú en í fyrra að mynda ríkisstjórn. „Ef okkur er alvara með það að vinna betur saman og hverfa á braut útilokana getum við ekki verið að útiloka tiltekna flokka fyrir kosningar. Ég skal hins vegar vera alveg skýr á því að við ætlum ekki að fara í ríkisstjórn bara til að komast í ríkisstjórn. Við höfum enga þörf fyrir ráðherrastóla bara stólanna vegna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðunum. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á svipuðum nótum og hinir formennirnir og sagði þetta snúast bara um málefnin. Hann sagði málefnin alveg skýr og til að mynda ljóst af fjárlögum Pírata sem þeir kynntu fyrir kosningar hvert flokkurinn vill stefna. Þá benti hann á að miðað við stefnur flokkanna þá væru Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar ekki á sömu leið.Leiðtogaumræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. 26. október 2017 19:45 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. 26. október 2017 19:45
Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30