Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlar ekki að boða til kosninga í desember eins og fjölmiðlar í Katalóníu höfðu haldið fram. Þess í stað ætlast hann til þess að þing Katalóníu muni ákveða hvort að héraðið muni lýsa yfir sjálfstæði. Yfirvöld á Spáni ætla sér að fella niður sjálfstjórn Katalóníu.
Puigdemont hafði kallað eftir sjálfstæði eftir nokkurskonar þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu í byrjun mánaðarins. Hann lýsti því þó strax yfir að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir strax og kallaði eftir viðræðum við Madrid.
Öldungadeildarþing Spánar mun funa á morgun og ákveða hvort að 155. grein stjórnarskrár landsins verði beitt til þess að fella niður sjálfstjórn Katalóníu. Þing Katalóníu mun svo bregðast við þeirri ákvörðun sem tekin verður í Madrid á morgun.
Þá vilja yfirvöld Spánar einnig taka yfir stjórn lögreglu Katalóníu, þingsins og opinberrar sjónvarsstöðvar héraðsins.
Varaforseti Katalóníu segir þó að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. Hótanir stjórnvalda hafi leitt til þess. Oriol Junqueras segir það einu leiðina til að verja réttindi íbúa héraðsins.
