Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Jón Hákon Halldórsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2017 08:30 Óttarr Proppé virðist ætla að feta í fótspor Júlíusar Sólnes. Vísir/Daniel Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01
Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00