Lögreglan fékk tilkynningu um umferðarslys í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hafði þar verið ekið á 10 ára dreng sem hafði reynt að hjóla yfir gangbraut. Að sögn lögreglunnar var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann en treystir hún sér ekki til að fullyrða á þessari stundu hversu alvarleg meiðsl hans kunni að vera.
Þá stöðvaði lögreglan ökumann, einnig í Breiðholti, eftir að hafa ekki virt umferðarmerki. Þá hafði hann jafnframt verið að nota farsíma á handfrjálsbúnaðar og því ærið tilefni til að stöðva ökumanninn að mati lögreglunnar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að bifreið mannsins var ótryggð og ekki bætti úr skák að hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Var hann því fluttur á næstu lögreglustöð þar sem úr honum voru tekin sýni. Að því loknu var hann látinn laus.
Fjórir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Þeir voru jafnframt allir látnir lausir að lokinni sýnatöku.
