Óskýrt hvað flokkarnir ætla sér í skattamálum Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. október 2017 22:00 Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu. Kosningar 2017 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu.
Kosningar 2017 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira