Fallist á umdeilanlegar skýringar flugmanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. október 2017 06:00 Flugmaðurinn á TF-KOZ segist hafa verið í 100 til 150 metra hæð í aðflugi að Reykjahlíðarflugvelli. Völlurinn er hins vegar suðvestan við Hlíðarfjall sem sést í bakgrunninum og þangað stefndi flugvélin ekki. Fréttablaðið/Benedikt Bóas „Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
„Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00