Körfubolti

Tryggvi stal einum bolta og tapaði öðrum í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason vakti mikla athygli á Eurobasket og er nú að prófa sig áfram í sterkustu deildum Evrópu.
Tryggvi Snær Hlinason vakti mikla athygli á Eurobasket og er nú að prófa sig áfram í sterkustu deildum Evrópu. vísir/getty
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji Íslands í körfubolta, fékk tvær mínútur með Valencia í Meistaradeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Baskonia Vitoria Gasteiz, 80-63, í Spánarslag.

Valencia byrjaði frábærlega og vann fyrsta leikhlutann með fimmtán stigum, 28-23, og lagði þannig grunninn að sigrinum. Heimamenn svöruðu með 26-22 sigri í öðrum leikhluta en sigur gestanna var aldrei í hættu.

Tryggvi spilaði næst minnst í liði Valencia eða tvær mínútur. Á þeim tíma náði hann að stela einum bolta og tapa einum en hann skaut aldrei á körfuna og tók ekki frákast.

Valencia er búið að vinna tvo leiki og tapa einum í Meistaradeildinni en Tryggvi kom einnig við sögu í síðasta leik liðsins í þessari sterkustu körfuboltadeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×