Curry gaf sér þá tíma fyrir leikinn til að hugga ungan strák sem hafði nýverið misst föður sinn í bílslysi.
Myndband náðist af Curry sem var heillengi með stráknum sem er frændi NBA-leikmannsins Devin Harris.
Kdisawarrior náði þessu á myndband sem Bleacher Report vakti athygli á og er hér fyrir neðan.
Before Warriors vs. Mavs, Steph comforts Devin Harris' nephew who lost his dad in a car accident this past Thursday
(via @KDISAWARRIOR) pic.twitter.com/h3uMbdBvaL
— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2017
Stephen Curry var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum með lið Golden State vann örugglega með 30 stiga mun. Curry hitti samt aðeins úr 2 af 10 þriggja stiga skotum sínum en setti niður öll þrettán vítin sín.