Fastur liður í seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport er að sjálfsögðu Hæ´tt´essu þar sem farið er yfir fyndin atvik í leikjum Olís-deildanna.
Að sjálfsögðu var ekki klikkað á smá sprelli í þættinum á mánudagskvöldið þar sem farið var fyrir sjöundu umferðina sem var á sunnudaginn.
Það kemur alltaf ýmislegt fyndið upp í öllum æsingnum í leikjunum og menn gera stundum furðuleg mistök. Allt er þetta þó að gamni gert.
Það er óhætt að gamlir og nýir landsliðsmarkmenn hafi komið svolítið við sögu að þessu sinni en Tómas Þór talaði meðal annars um „Heiðarlegustu tilraun“ sem hann hefur séð hjá markverði að reyna að verja skot í hraðaupphlaupi.
Það má sjá allt sprellið og viðbrögð Tómasar Þórs Þórðarsonar og félaga í myndbandinu sem er í spilaranum hér fyrir ofan.
Hæ´tt´essu í Seinni bylgjunni: „Heiðarlegasta tilraun sem ég hef séð“
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
Fleiri fréttir
