Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik.
Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik.
Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.
Kirk Cousins on fatherhood, having his own office space and... FaceTiming with coaches while his wife was in labor https://t.co/8e4fVlEheRpic.twitter.com/2UCdvr4pNh
— Sports Illustrated (@SInow) October 23, 2017
Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.
Kirk Cousins FaceTimed into a team meeting while his wife was giving birth: https://t.co/qjwoqBF4hhpic.twitter.com/YthOdcvLVI
— Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017
„Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins.