Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. október 2017 06:00 Langri baráttu Ágústs Arnars Ágústssonar fyrir að fá viðurkenningu á því að hann sé forstöðumaður Zuism lauk í byrjun október. Mynd/Úr einkasafni „Það kemur væntanlega tilkynning frá félaginu um hvenær þetta verður hægt og hvenær þetta verður greitt út,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism, þar sem meðlimir hafa beðið í tæp tvö ár eftir útgreiðslu sóknargjalda. Eins og kunnugt er lofuðu zúistar því á meðan félagið var undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar og félaga að meðlimir trúfélagsins fengju sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern félaga, um 11.000 krónur á ári. Sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að þessi upphæð hafi í heild verið komin í rúmar 53 milljónir króna sem borgaðar voru út eftir að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann. Í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér í gær segir að félagið vinni nú að heimasíðu þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum. Ótilteknu umsýslugjaldi verði þó haldið eftir. „Það verður í nóvember, ég get að minnsta kosti sagt það,“ segir hann aðspurður hvenær útgreiðslan geti orðið í fyrsta lagi. Ágúst segir aðeins þá sem skráðir hafi verið í Zuism þegar hann komst yfir félagaskrána í þessum mánuði geta fengið endurgreitt. Ef einhverjir hafi verið í félaginu en skráð sig úr því fái þeir ekki greitt því hann geti ekki sannreynt hverjir hafi verið meðlimir og hverjir ekki. Þess má geta að greiðslur sóknargjalda frá ríkinu miðast við fjölda meðlima sem skráðir eru 1. desember á hverju ári. Þannig mun Zuism fá sóknargjöld í eitt ár í viðbót samkvæmt fjölda félagsmanna 1. desember næstkomandi. Krafa Ágústs um að verða viðurkenndur sem formaður trúfélags zúista var til meðferðar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra allt frá því snemma á þessu ári. Hann ber starfsmann embættisins þungum sökum í yfirlýsingu sinni og gefur í skyn að sá hafi gengið erinda andstæðinga hans innan trúfélagsins. „Við rannsókn innanríkisráðuneytisins kemur í ljós að starfsmaður sýslumanns hefur átt í óviðeigandi samskiptum við umræddan hóp utan vinnutíma. Eftir að þetta komst upp hefur hann verið staðinn að því að senda villandi upplýsingar til innanríkisráðuneytisins og að eyða málsgögnum, sem meðal annars tengjast samskiptum milli hans og umrædds hóps,“ segir í yfirlýsingu Ágústs sem var viðurkenndur sem formaður nú í byrjun október. Aðspurður segist Ágúst vera að vísa til símasamskipta umrædds starfsmanns við þann hóp sem hafði undirtökin í félaginu á tímabili. Málið tengist því að skráning trúfélaga var færð frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. „Hann neitaði því að hafa fengið stofngögnin um félagið okkar en samt hefur innanríkisráðuneytið staðfest að honum voru send öll gögn. Þetta er allt saman mjög undarlegt,“ segir hann. Að sögn Ágústs er óákveðið hvort einhver eftirmál verði af hálfu zúista undir hans stjórn gagnvart viðkomandi starfsmanni sýslumanns. „Það má vel vera að það verði skoðað en það er kannski óviðeigandi að segja eitthvað um það í dag,“ svarar hann. Þess má geta að Fréttablaðið hefur frá því í ágúst reynt að ná tali af umræddum starfsmanni sýslumanns en hann hefur ekki svarað margítrekuðum símtölum og tölvupóstum. Honum var í gær framsend yfirlýsing formanns zúista með ósk um viðbrögð við ásökununum en ekkert svar fékkst. Hann er sagður vera í fríi fram í nóvember. Þá hefur embættið ekki sent Fréttablaðinu umbeðin gögn varðandi skráningu Ágústs sem forstöðumanns zúista. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Það kemur væntanlega tilkynning frá félaginu um hvenær þetta verður hægt og hvenær þetta verður greitt út,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism, þar sem meðlimir hafa beðið í tæp tvö ár eftir útgreiðslu sóknargjalda. Eins og kunnugt er lofuðu zúistar því á meðan félagið var undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar og félaga að meðlimir trúfélagsins fengju sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern félaga, um 11.000 krónur á ári. Sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að þessi upphæð hafi í heild verið komin í rúmar 53 milljónir króna sem borgaðar voru út eftir að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann. Í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér í gær segir að félagið vinni nú að heimasíðu þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum. Ótilteknu umsýslugjaldi verði þó haldið eftir. „Það verður í nóvember, ég get að minnsta kosti sagt það,“ segir hann aðspurður hvenær útgreiðslan geti orðið í fyrsta lagi. Ágúst segir aðeins þá sem skráðir hafi verið í Zuism þegar hann komst yfir félagaskrána í þessum mánuði geta fengið endurgreitt. Ef einhverjir hafi verið í félaginu en skráð sig úr því fái þeir ekki greitt því hann geti ekki sannreynt hverjir hafi verið meðlimir og hverjir ekki. Þess má geta að greiðslur sóknargjalda frá ríkinu miðast við fjölda meðlima sem skráðir eru 1. desember á hverju ári. Þannig mun Zuism fá sóknargjöld í eitt ár í viðbót samkvæmt fjölda félagsmanna 1. desember næstkomandi. Krafa Ágústs um að verða viðurkenndur sem formaður trúfélags zúista var til meðferðar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra allt frá því snemma á þessu ári. Hann ber starfsmann embættisins þungum sökum í yfirlýsingu sinni og gefur í skyn að sá hafi gengið erinda andstæðinga hans innan trúfélagsins. „Við rannsókn innanríkisráðuneytisins kemur í ljós að starfsmaður sýslumanns hefur átt í óviðeigandi samskiptum við umræddan hóp utan vinnutíma. Eftir að þetta komst upp hefur hann verið staðinn að því að senda villandi upplýsingar til innanríkisráðuneytisins og að eyða málsgögnum, sem meðal annars tengjast samskiptum milli hans og umrædds hóps,“ segir í yfirlýsingu Ágústs sem var viðurkenndur sem formaður nú í byrjun október. Aðspurður segist Ágúst vera að vísa til símasamskipta umrædds starfsmanns við þann hóp sem hafði undirtökin í félaginu á tímabili. Málið tengist því að skráning trúfélaga var færð frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. „Hann neitaði því að hafa fengið stofngögnin um félagið okkar en samt hefur innanríkisráðuneytið staðfest að honum voru send öll gögn. Þetta er allt saman mjög undarlegt,“ segir hann. Að sögn Ágústs er óákveðið hvort einhver eftirmál verði af hálfu zúista undir hans stjórn gagnvart viðkomandi starfsmanni sýslumanns. „Það má vel vera að það verði skoðað en það er kannski óviðeigandi að segja eitthvað um það í dag,“ svarar hann. Þess má geta að Fréttablaðið hefur frá því í ágúst reynt að ná tali af umræddum starfsmanni sýslumanns en hann hefur ekki svarað margítrekuðum símtölum og tölvupóstum. Honum var í gær framsend yfirlýsing formanns zúista með ósk um viðbrögð við ásökununum en ekkert svar fékkst. Hann er sagður vera í fríi fram í nóvember. Þá hefur embættið ekki sent Fréttablaðinu umbeðin gögn varðandi skráningu Ágústs sem forstöðumanns zúista.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00