Láttu lífeyrinn minn vera! Guðrún Pétursdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun