Láttu lífeyrinn minn vera! Guðrún Pétursdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun