Vill að Trump haldi sig frá helstu málunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 14:45 Donald Trump og Bob Corker. Vísir/GETTY Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira