Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 08:53 Mennirnir unnu hjá fyrirtækinu sem þeir stálu frá. VÍSIR/VILHELM Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“ Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“
Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira