Flokkur fólksins segir NEI við áfengi í matvöruverslanir og lögleiðingu kannabisefna Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. október 2017 19:53 Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar