Kjóstu! Daníel Þórarinsson skrifar 24. október 2017 07:00 Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun