Yngri kjósendur kjósa utan kjörfundar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 19:00 Kjósendur í Smáralind í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra. Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra.
Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00