Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2017 15:14 George Clooney og Matt Damon kynna þessa dagana nýjustu mynd sína Suburbicon. Vísir/Getty Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“ Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00
Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25