Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Starfsmenn Sýslumannsins á Vestfjörðum hafa þrisvar sinnum sett upp kjördeild í Flatey á Breiðafirði fyrir kosningar. vísir/anton brink Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira