Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Starfsmenn Sýslumannsins á Vestfjörðum hafa þrisvar sinnum sett upp kjördeild í Flatey á Breiðafirði fyrir kosningar. vísir/anton brink Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira