Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 11:42 Frá blaðamannafundi Viðreisnar í dag. Vísir/Friðrik Þór Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00
Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30