Kynslóðin sem hefur kosið of oft Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. október 2017 07:00 Blaðamaður Fréttablaðsins hitti ungu kynslóðina í Alþingishúsinu í vikunni. Vísir/Ernir „Hvernig get ég gert eitthvað til að þessi sirkus hætti?“ spyr Selma Margrét Sverrisdóttir sem fékk kosningarétt árið 2008 og hefur tekið þátt í fleiri kosningum en hún hefur tölu á. Blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við nokkra unga Íslendinga sem fengu kosningarétt á eftirhrunsárunum. Öll eiga þau sameiginlegt að muna ekki hve oft þau hafa kosið, en segjast öll kjósa.Hvernig blasa stjórnmálin og stjórnmálamenningin við ykkur í dag? Íris: Það er kominn pirringur gagnvart stjórnmálum, finnst mér. Það er alveg sama hvað við gerum, við förum og kjósum og það gerist ekki neitt. Það endar allt í rugli. Það er ekkert tekið mark á því sem maður er að kjósa. Tinna: Það er náttúrulega óþolandi að það þurfi alltaf að kjósa aftur og aftur. Maður kýs flokk og svo er mynduð stjórn og svo fuðrar bara allt upp af því að einhver bara hættir. Segir bara upp! Það er alveg fáránlegt. Það er svo mikið ábyrgðarleysi í stjórnmálunum. Baron: Mér finnst þetta svo oft líta út eins og skrípaleikur. Flokkarnir liggja í einhverjum dvala, og svo þegar fer að styttast í kosningar og enginn hefur staðið við loforðin þá kemur þetta „nú þurfum við að fara að vakna, það eru að koma kosningar. Nú þurfum við að fara að lofa aftur“. Þá koma loforðin og auglýsingaherferðirnar og bjórkvöldin og leikurinn byrjar upp á nýtt. Þetta er bara endalaus þannig hringrás. Íris: Svo gerist aldrei neitt. Það eru allir flokkarnir búnir að vera með heilbrigðismálin á dagskrá í 10 ár og það lagast ekkert, heldur versnar bara og versnar. Baron: Einmitt, sem er mjög skrítið, því einkageirinn í heilbrigðiskerfinu er að blómstra. Íris: Er það kannski þess vegna sem þeir svelta heilbrigðiskerfið? Vilja þeir það ekki bara?Hvernig finnst ykkur viðhorfin til stjórnmálaflokka vera í dag?Egill: Við verðum eiginlega ekkert vör við þá, nema rétt fyrir kosningar og svo reyna þeir voða lítið að tala við fólk. Koma bara, eins og í skólana, og rétta fram lausnirnar og svo eru þeir farnir. Selma: Margir vanda sig og taka sér tíma í að kynna sér flokkana og áherslurnar til að taka upplýsta ákvörðun en svo fer allt í steik og maður hugsar með sér: Á ég að nenna að gera þetta allt aftur eða á ég bara að kjósa það fyrsta sem mér dettur í hug? Baron: Þegar þetta er orðið svona, þá náttúrulega minnkar áhuginn. Tinna: Mér finnst ekki rétt að fólk sé að kjósa einhvern flokk til að losna við vesen. Maður á alltaf að kjósa sinn flokk, sem maður hefur mesta trú á. Mér finnst við megum ekki gefast upp. Maður verður að hafa trú á að hlutirnir gangi upp frekar en að vera svartsýnn á stjórnmálin. Egill: Áherslurnar breytast líka svo rosalega fljótt, finnst mér. Flokkarnir eru ekki með sömu áherslur og þeir voru með bara fyrir ári. Þeir eru að leggja upp með allt aðrar áherslur en þeir voru fyrir ári síðan. Mér finnst það alveg steikt! Tinna: Er það ekki bara í takt við nútímann? Samfélagið er alltaf að breytast og áherslurnar í leiðinni. Mér finnst það alveg skiljanlegt.Hvernig ákveður fólk hver fær atkvæði þess í þessum kosningum?Íris: Það ætti að vera heilbrigðiskerfið, menntakerfið og flóttamannavandinn. Þessi mál sem snerta okkur öll. En ég held það sé líka bara spurningin um hver er ekki að fara að skíta upp á bak og gera eitthvað heimskulegt til að allt hrynji aftur. Tinna: Mér finnst við megum ekki kjósa þannig, bara til að losna við vesen. Við þurfum að standa með málefnum og hafa trú á að fólk geti unnið saman. Við megum ekki vera svartsýn á stjórnmálin. Baron: Það er alltaf verið að tala um stöðugleika og ég held að fólk sækist eftir stöðugleika frá spillingunni í rauninni og að við þurfum ekki alltaf að hafa áhyggjur af því hvað er verið að gera á bak við tjöldin, hvaða ,viðskipta‘-vinir eru núna að hafa áhrif á pólitíkina okkar. Íris: Það er eitt sem ég skil alls ekki. Við erum með spillta stjórnmálamenn, en samt eru stjórnmálin eins og trúarbrögð. Fólk bara tilheyrir sínum flokki og fjölskyldan er öll þar og gefur sér ekkert svigrúm til að breyta. Jóhann: Ég held að þessi flokkshollusta sé á undanhaldi. Margt eldra fólk lætur eins og þetta sé fótboltaliðið þess og stendur með sínum flokki í gegnum súrt og sætt. Þá er alveg sama þótt það rigni eldi og brennisteini, það kýs samt sinn Framsóknarflokk, Sjálfstæðisflokk eða kratana. Og hugsar svona „ég er nú búinn að leggja svo mikið í þetta að ég get ekki farið að yfirgefa flokkinn“. Ég held samt að þetta sé að breytast. Yngri kynslóðirnar eru upplýstari og fylgja ekki endilega skoðunum foreldra sinna eins og áður. Tinna: Það eru örugglega margir sem verða fyrir áhrifum frá foreldrum sínum. En það skiptir líka máli hvernig maður er alinn upp. Það er ekki endilega þannig að foreldrar manns segi manni hvað maður á að kjósa en lífsviðhorf mótast líka af uppeldinu.Er eitthvað í kerfinu sem má laga?Íris: Mér finnst við ættum að kjósa fólk frekar en flokka. Það meikar miklu meiri sens. Ég veit til dæmis alveg hvern ég myndi vilja sem forsætisráðherra. En ég veit ekkert hvort ég vil endilega kjósa þann flokk. Tinna: Mér finnst það ekki. Ég held að það myndi allt lenda í kaos og leiðindum og skapa miklu meira rifrildi ef við kysum bara fólk. Fólk vill fá að vinna í hópi og gefa kost á sér saman. Egill: Fólkið þarf að geta sagt nei og á ekki að þurfa að treysta bara á að forsetinn geri það. Það er ákvæði í nýju stjórnarskránni um að fólkið geti lagt fram frumvörp og sett ákveðna umræðu í gang á Alþingi. Það þarf að neyða þingið til að hlusta á þjóðina. Íris: Það þarf að virkja þjóðina betur. Til dæmis með netkosningum. Mér finnst Alþingi vera bara orðið einhvern veginn fyrir ofan okkur og við erum ekki í neinu sambandi við Alþingi. Jóhann: Vandamálið við þjóðaratkvæðagreiðslur, eins og í Sviss, er að þar er hræðilega léleg kjörsókn og þar geta hagsmunaöflin heldur betur látið til sín taka. Baron: Okkur vantar samt leiðir til að láta fulltrúa almennings hlusta betur á almenning og kjósendur. Egill: Annað sem má laga er að þótt þessi fimm prósent regla sé alveg góð þá myndi ég vilja geta kosið annan flokk til vara ef minn kæmist ekki á þing.Finnst ykkur þið nægilega inni í öllum málum?Baron: Pólitíkin er eiginlega þannig að þú þarft að demba þér alveg inn í hana til að geta skilið þetta. Þetta er svo sérhæft. Pólitíkin notar allt annan orðaforða heldur en almenningur. Þetta er allt annað tungumál. Við viljum bara fá að vera samfélagsþegnar og geta einbeitt okkur að okkar eigin málum og maður hefur ekki tíma til að kynna sér öll mál í þaula. Þessi orðaforði stjórnmálanna er ekkert að hjálpa manni, sko. Egill: Svo eru þessar leiðir sem stjórnmálamenn vilja fara. „Við viljum fara dönsku leiðina í efnahagsmálum,“ segja þeir og svo er ætlast til að maður gúgli bara ,danska leiðin‘ og fara marga hringi á internetinu til að finna út hvað danskt efnahagskerfi er. Selma: Einmitt, og hver nennir því? Jóhann: Fjölmiðlarnir mættu líka alveg bæta sig í framsetningu frétta. Þeir eru ekki alltaf sérfræðingar í því sem þeir eru að fjalla um heldur sérfræðingar í að segja fréttir. Til dæmis þegar sérfræðingur er fenginn til að útskýra eitthvað og það er bara birt beint, þá verður það of langt, þurrt og leiðinlegt og enginn nennir að lesa það.Finnst ykkur ungt fólk nægilega upplýst um stjórnmál og stjórnmálakerfið?Íris: Nei, það finnst mér ekki. Ef fólki hefði verið kennt þetta í skólum held ég að fólk hefði meiri áhuga á að kjósa – ef það vissi betur hvað þetta fólk gerði og hver gerði hvað. Selma: Það situr alveg fast í mér allt sem við lærðum um landnámið og um sjálfstæðisbaráttuna en ég man ekki eftir því að hafa fengið sambærilega kennslu um stjórnkerfið og stjórnmálin. Tinna: Ég er mjög sammála. Ég skil ekki af hverju ég þurfti að taka tvo söguáfanga í menntaskóla um einhverja Rómverja en ég lærði aldrei neitt um þetta; um stjórnkerfið og stjórnmálin. Ég veit í rauninni of lítið um hver ber ábyrgð á hverju og hvað er á valdsviði hvers. Það er bara geðveikt asnalegt að þetta sé ekki kennt. Ég veit ekki hvenær ég á eiginlega að nota þessar upplýsingar um Rómverjana. Ég er ekkert að fara segja neinum sögur af Rómverjum! Svona er íslenska menntakerfið í hnotskurn.Er þetta kannski eitthvað sem á að vera á ábyrgð foreldranna?Selma: Það er náttúrulega ekki víst að kennslan yrði eins í Vesturbænum og Garðabænum en má ekki kenna þetta bara eins og trúarbragðafræðina? Það má fræða um kerfið án þess að vera með trúboð. Egill: Það á kannski ekki að vera að kenna hvað flokkarnir standa fyrir vegna þess að það getur farið mjög illa. En það má kenna hvað orð þýða og hvernig kerfið virkar. Eins og með stjórnarskrána til dæmis, fara í gegnum hvað stjórnarskráin gerir og hver er tilgangurinn með henni til dæmis. Selma: Það þarf líka að byrja áður en krakkar verða feimnir að spyrja. Ef menn byrja ekki á þessari kennslu fyrr en í unglingadeild, þá þora þau ekki spyrja. Það er miklu betra að byrja fyrr þegar þau vita ekkert hvað þetta er, pæla ekkert í því og finnst ekkert asnalegt að vita ekkert um þetta. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Hvernig get ég gert eitthvað til að þessi sirkus hætti?“ spyr Selma Margrét Sverrisdóttir sem fékk kosningarétt árið 2008 og hefur tekið þátt í fleiri kosningum en hún hefur tölu á. Blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við nokkra unga Íslendinga sem fengu kosningarétt á eftirhrunsárunum. Öll eiga þau sameiginlegt að muna ekki hve oft þau hafa kosið, en segjast öll kjósa.Hvernig blasa stjórnmálin og stjórnmálamenningin við ykkur í dag? Íris: Það er kominn pirringur gagnvart stjórnmálum, finnst mér. Það er alveg sama hvað við gerum, við förum og kjósum og það gerist ekki neitt. Það endar allt í rugli. Það er ekkert tekið mark á því sem maður er að kjósa. Tinna: Það er náttúrulega óþolandi að það þurfi alltaf að kjósa aftur og aftur. Maður kýs flokk og svo er mynduð stjórn og svo fuðrar bara allt upp af því að einhver bara hættir. Segir bara upp! Það er alveg fáránlegt. Það er svo mikið ábyrgðarleysi í stjórnmálunum. Baron: Mér finnst þetta svo oft líta út eins og skrípaleikur. Flokkarnir liggja í einhverjum dvala, og svo þegar fer að styttast í kosningar og enginn hefur staðið við loforðin þá kemur þetta „nú þurfum við að fara að vakna, það eru að koma kosningar. Nú þurfum við að fara að lofa aftur“. Þá koma loforðin og auglýsingaherferðirnar og bjórkvöldin og leikurinn byrjar upp á nýtt. Þetta er bara endalaus þannig hringrás. Íris: Svo gerist aldrei neitt. Það eru allir flokkarnir búnir að vera með heilbrigðismálin á dagskrá í 10 ár og það lagast ekkert, heldur versnar bara og versnar. Baron: Einmitt, sem er mjög skrítið, því einkageirinn í heilbrigðiskerfinu er að blómstra. Íris: Er það kannski þess vegna sem þeir svelta heilbrigðiskerfið? Vilja þeir það ekki bara?Hvernig finnst ykkur viðhorfin til stjórnmálaflokka vera í dag?Egill: Við verðum eiginlega ekkert vör við þá, nema rétt fyrir kosningar og svo reyna þeir voða lítið að tala við fólk. Koma bara, eins og í skólana, og rétta fram lausnirnar og svo eru þeir farnir. Selma: Margir vanda sig og taka sér tíma í að kynna sér flokkana og áherslurnar til að taka upplýsta ákvörðun en svo fer allt í steik og maður hugsar með sér: Á ég að nenna að gera þetta allt aftur eða á ég bara að kjósa það fyrsta sem mér dettur í hug? Baron: Þegar þetta er orðið svona, þá náttúrulega minnkar áhuginn. Tinna: Mér finnst ekki rétt að fólk sé að kjósa einhvern flokk til að losna við vesen. Maður á alltaf að kjósa sinn flokk, sem maður hefur mesta trú á. Mér finnst við megum ekki gefast upp. Maður verður að hafa trú á að hlutirnir gangi upp frekar en að vera svartsýnn á stjórnmálin. Egill: Áherslurnar breytast líka svo rosalega fljótt, finnst mér. Flokkarnir eru ekki með sömu áherslur og þeir voru með bara fyrir ári. Þeir eru að leggja upp með allt aðrar áherslur en þeir voru fyrir ári síðan. Mér finnst það alveg steikt! Tinna: Er það ekki bara í takt við nútímann? Samfélagið er alltaf að breytast og áherslurnar í leiðinni. Mér finnst það alveg skiljanlegt.Hvernig ákveður fólk hver fær atkvæði þess í þessum kosningum?Íris: Það ætti að vera heilbrigðiskerfið, menntakerfið og flóttamannavandinn. Þessi mál sem snerta okkur öll. En ég held það sé líka bara spurningin um hver er ekki að fara að skíta upp á bak og gera eitthvað heimskulegt til að allt hrynji aftur. Tinna: Mér finnst við megum ekki kjósa þannig, bara til að losna við vesen. Við þurfum að standa með málefnum og hafa trú á að fólk geti unnið saman. Við megum ekki vera svartsýn á stjórnmálin. Baron: Það er alltaf verið að tala um stöðugleika og ég held að fólk sækist eftir stöðugleika frá spillingunni í rauninni og að við þurfum ekki alltaf að hafa áhyggjur af því hvað er verið að gera á bak við tjöldin, hvaða ,viðskipta‘-vinir eru núna að hafa áhrif á pólitíkina okkar. Íris: Það er eitt sem ég skil alls ekki. Við erum með spillta stjórnmálamenn, en samt eru stjórnmálin eins og trúarbrögð. Fólk bara tilheyrir sínum flokki og fjölskyldan er öll þar og gefur sér ekkert svigrúm til að breyta. Jóhann: Ég held að þessi flokkshollusta sé á undanhaldi. Margt eldra fólk lætur eins og þetta sé fótboltaliðið þess og stendur með sínum flokki í gegnum súrt og sætt. Þá er alveg sama þótt það rigni eldi og brennisteini, það kýs samt sinn Framsóknarflokk, Sjálfstæðisflokk eða kratana. Og hugsar svona „ég er nú búinn að leggja svo mikið í þetta að ég get ekki farið að yfirgefa flokkinn“. Ég held samt að þetta sé að breytast. Yngri kynslóðirnar eru upplýstari og fylgja ekki endilega skoðunum foreldra sinna eins og áður. Tinna: Það eru örugglega margir sem verða fyrir áhrifum frá foreldrum sínum. En það skiptir líka máli hvernig maður er alinn upp. Það er ekki endilega þannig að foreldrar manns segi manni hvað maður á að kjósa en lífsviðhorf mótast líka af uppeldinu.Er eitthvað í kerfinu sem má laga?Íris: Mér finnst við ættum að kjósa fólk frekar en flokka. Það meikar miklu meiri sens. Ég veit til dæmis alveg hvern ég myndi vilja sem forsætisráðherra. En ég veit ekkert hvort ég vil endilega kjósa þann flokk. Tinna: Mér finnst það ekki. Ég held að það myndi allt lenda í kaos og leiðindum og skapa miklu meira rifrildi ef við kysum bara fólk. Fólk vill fá að vinna í hópi og gefa kost á sér saman. Egill: Fólkið þarf að geta sagt nei og á ekki að þurfa að treysta bara á að forsetinn geri það. Það er ákvæði í nýju stjórnarskránni um að fólkið geti lagt fram frumvörp og sett ákveðna umræðu í gang á Alþingi. Það þarf að neyða þingið til að hlusta á þjóðina. Íris: Það þarf að virkja þjóðina betur. Til dæmis með netkosningum. Mér finnst Alþingi vera bara orðið einhvern veginn fyrir ofan okkur og við erum ekki í neinu sambandi við Alþingi. Jóhann: Vandamálið við þjóðaratkvæðagreiðslur, eins og í Sviss, er að þar er hræðilega léleg kjörsókn og þar geta hagsmunaöflin heldur betur látið til sín taka. Baron: Okkur vantar samt leiðir til að láta fulltrúa almennings hlusta betur á almenning og kjósendur. Egill: Annað sem má laga er að þótt þessi fimm prósent regla sé alveg góð þá myndi ég vilja geta kosið annan flokk til vara ef minn kæmist ekki á þing.Finnst ykkur þið nægilega inni í öllum málum?Baron: Pólitíkin er eiginlega þannig að þú þarft að demba þér alveg inn í hana til að geta skilið þetta. Þetta er svo sérhæft. Pólitíkin notar allt annan orðaforða heldur en almenningur. Þetta er allt annað tungumál. Við viljum bara fá að vera samfélagsþegnar og geta einbeitt okkur að okkar eigin málum og maður hefur ekki tíma til að kynna sér öll mál í þaula. Þessi orðaforði stjórnmálanna er ekkert að hjálpa manni, sko. Egill: Svo eru þessar leiðir sem stjórnmálamenn vilja fara. „Við viljum fara dönsku leiðina í efnahagsmálum,“ segja þeir og svo er ætlast til að maður gúgli bara ,danska leiðin‘ og fara marga hringi á internetinu til að finna út hvað danskt efnahagskerfi er. Selma: Einmitt, og hver nennir því? Jóhann: Fjölmiðlarnir mættu líka alveg bæta sig í framsetningu frétta. Þeir eru ekki alltaf sérfræðingar í því sem þeir eru að fjalla um heldur sérfræðingar í að segja fréttir. Til dæmis þegar sérfræðingur er fenginn til að útskýra eitthvað og það er bara birt beint, þá verður það of langt, þurrt og leiðinlegt og enginn nennir að lesa það.Finnst ykkur ungt fólk nægilega upplýst um stjórnmál og stjórnmálakerfið?Íris: Nei, það finnst mér ekki. Ef fólki hefði verið kennt þetta í skólum held ég að fólk hefði meiri áhuga á að kjósa – ef það vissi betur hvað þetta fólk gerði og hver gerði hvað. Selma: Það situr alveg fast í mér allt sem við lærðum um landnámið og um sjálfstæðisbaráttuna en ég man ekki eftir því að hafa fengið sambærilega kennslu um stjórnkerfið og stjórnmálin. Tinna: Ég er mjög sammála. Ég skil ekki af hverju ég þurfti að taka tvo söguáfanga í menntaskóla um einhverja Rómverja en ég lærði aldrei neitt um þetta; um stjórnkerfið og stjórnmálin. Ég veit í rauninni of lítið um hver ber ábyrgð á hverju og hvað er á valdsviði hvers. Það er bara geðveikt asnalegt að þetta sé ekki kennt. Ég veit ekki hvenær ég á eiginlega að nota þessar upplýsingar um Rómverjana. Ég er ekkert að fara segja neinum sögur af Rómverjum! Svona er íslenska menntakerfið í hnotskurn.Er þetta kannski eitthvað sem á að vera á ábyrgð foreldranna?Selma: Það er náttúrulega ekki víst að kennslan yrði eins í Vesturbænum og Garðabænum en má ekki kenna þetta bara eins og trúarbragðafræðina? Það má fræða um kerfið án þess að vera með trúboð. Egill: Það á kannski ekki að vera að kenna hvað flokkarnir standa fyrir vegna þess að það getur farið mjög illa. En það má kenna hvað orð þýða og hvernig kerfið virkar. Eins og með stjórnarskrána til dæmis, fara í gegnum hvað stjórnarskráin gerir og hver er tilgangurinn með henni til dæmis. Selma: Það þarf líka að byrja áður en krakkar verða feimnir að spyrja. Ef menn byrja ekki á þessari kennslu fyrr en í unglingadeild, þá þora þau ekki spyrja. Það er miklu betra að byrja fyrr þegar þau vita ekkert hvað þetta er, pæla ekkert í því og finnst ekkert asnalegt að vita ekkert um þetta.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira