Tugir er fallnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir á moskur í Afganistan, í dag. Í fyrra skiptið fór vopnaður maður inn í mosku í Kabúl, höfuðborg landsins, þar sem hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp. Minnst 30 féllu í henni. Minnst tíu féllu í seinni árásinni í Ghor héraði.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum, en samkvæmt frétt BBC, hafa vígamenn Íslamska ríkisins gert sambærilegar árásir á moskur súnníta að undanförnu.
Talið er líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar líður á kvöldið. Reuters fréttaveitan hefur til dæmis eftir embættismönnum að minnst 72 séu látnir. Mikill fjöldi var í moskunum en árásirnar voru gerðar þegar bænarstundir stóðu yfir.
Mögulegt þykir að árásin í Ghor hafi beinst að mikilsmetnum stjórnmálamanni.
Tugir fallnir í árásum á moskur í Afganistan
Samúel Karl Ólason skrifar
