Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 21-33 | Íslandsmeistararnir niðurlægðir að Hlíðarenda Benedikt Grétarsson skrifar 22. október 2017 21:45 Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, reynir skot að marki Vals. vísir/stefán Stórleikur sjöundu umferðar Olísdeildar karla, þegar Valur og FH mættust, stóð aldrei undir nafni. Það er skemmst frá því að segja að FH vann stórsigur 21-33 eftir að hafa náð ótrúlegu 10 marka forskoti að loknum fyrri hálfleik, 15-5. Fyrri hálfleikur var sýning hjá FH og það var alveg sama hvað Valsmenn reyndu, ekkert gekk upp. Gestirnir úr Kaplakrika gegnu á lagið og yfirburðirnir voru eiginlega hlægilega miklir. Til að nudda saltinu endanlega í sár Valsmanna, skoruðu FH-ingar eitt ljúft sirkusmark í lok hálfleiksins og voru, eins og áður segir, 10 mörkum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var í raun formsatriði. FH komst mest 13 mörkum yfir en gestirnir fögnuðu að lokum 12 marka sigri, 21-33. Valsmenn reyndu örlítið að rétta sinn hlut en það var einfaldlega of lítið og of seint.Af hverju vann FH leikinn? Svarthvítu hetjurnar voru betri alls staðar. Betri í vörn, betri markvarsla, betri í sókn og með betri liðsstjórn á hliðarlínunni. Allir leikmenn liðsins skiluðu sinni vinnu óaðfinnanlega og þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon má svo sannarlega klappa sínum strákum á bakið fyrir þeirra framlag.Hverjir stóðu upp úr? Allt FH-liðið fær hrós. Það ber þó sérstaklega að nefna varnarjaxlana Ágúst Birgisson og Ísak Rafnsson sem byggðu ókleifan múr í miðri vörn liðsins. Bakverðirnir Einar Rafn og Arnar Freyr voru sömuleiðis frábærir varnarlega. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði nánast að vild og áðurnefndur Ágúst var öruggur í sínum færum á línunni. Enginn leikmaður Vals verðskuldar pláss í þessum lið.Hvað gekk illa? Tja, það gekk allt illa hjá Val. Sóknin var brandari í fyrri hálfleik en skánaði örlítið í þeim seinni þegar leikurinn var tapaður. Varnarleikurinn og markvarslan hefur verið í aðalhlutverki hjá Val undanfarin misseri en sá hluti leiksins var líka í molum lengstum. Það gekk ekkert illa hjá FH, einfaldlega gallalaus leikur hjá Hafnfirðingum í kvöld.Hvað gerist næst? Íslandsmeistararnir halda í Garðabæ eftir þessa niðurlægingu og etja kappi við Stjörnuna. Lærisveinar Einars Jónssonar hafa verið óútreiknanlegir á þessari leiktíð en miðað við mannskap, ættu Stjörnumenn að gefa Val hörkuleik í Mýrinni. FH fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kaplakrika. Með fullri virðingu fyrir Fjölni, þá held ég að FH eigi nú að klára þann leik nokkuð þægilega. Getumunurinn er einfaldlega of mikill. Það myndi a.m.k. flokkast til stórtíðinda ef Grafarvogsbúar færu með stig úr Krikanum.Halldór Jóhann og Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH.vísir/stefánHalldór Jóhann: Varnarleikurinn var geggjaður Þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon leyfði sér að brosa eftir stórsigur FH gegn Val í Olísdeild karla í kvöld. Lokatölur urðu 21-33 en lærisveinar Halldórs lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik sem vannst með tíu marka mun, 5-15. „Þetta var frábær frammistaða og varnarleikurinn í fyrri hálfleik geggjaður. Að fá á sig fimm mörk gegn þessu gríðarsterka Valsliði er bara alvöru varnarleikur. Við vorum samt ekkert að mæta þeim neitt rosalega aftarlega. Við þrýstum á réttum stöðum og buðum þeim upp á ákveðna hluti. Svo þegar fer að ganga illa hjá þeim, þá missa þeir kannski eðlilega móðinn.“* FH-ingar eru ekki búnir að gleyma úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í vor, þar sem Valsmenn fögnuðu sigri í oddaleik í Kaplakrika. „Við vorum náttúrulega í alvöru rimmu við þá í vor og töpuðum því. Það þurfti því ekkert að mótivera menn fyrir þennan bardaga í dag. Svo var öll umræðan í þessari viku um Evrópuleikinn til þess að þjappa hópnum saman. Við settum okkur bara það markmið að vinna í þeim hlutum sem við getum unnið í, frekar en að vera að svekkja okkur á einhverju sem við ráðum ekki við.“ Halldór var sérstaklega ánægður með þá staðreynd að hans menn héldu haus í 60 mínútur. „Strákarnir sýna bara frábæra frammistöðu allt til loka leiksins og sýna mikinn styrk. Það skiptir engu máli hver kemur inn á völlinn, allir halda út og skila frábærum leik.“Guðlaugur ArnarssonVísir/ErnirGuðlaugur: Við þorðum ekki í þennan leik „Í stuttu máli má bara segja að við höfum orðið okkur til skammar hérna í fyrri hálfleik. Við vorum bara mjög lélegir frá a til ö, alveg frá markmanni sem og í vörn og sókn. Við þorðum ekki í þennan leik, það er bara ósköp einfalt,“ sagði hundfúll Guðlaugur Arnarsson eftir 21-33 niðurlæginguna gegn FH. En eiga meistararnir ekki að vera vanir því að mæta klárir í svona leiki? „Algjörlega. Við þjálfararnir þurfum núna að leggjast yfir þetta og leita skýringa. Við erum ofboðslega óánægðir hvernig við mætum inn í þennan leik. Spennustigið er bara ekki got og við virðumst halda að við getum bara gírað okkur inn í leikinn sjálfkrafa.“ „FH-ingar mættu bara tilbúnari á öllum sviðum. Þeir voru mörgum skrefum á undan okkur í öllum aðgerðum í kvöld. Það verður að hrósa þeim fyrir það.“ Handboltaáhugafólk spyr sig vikulega hvort að Snorri Steinn Guðjónsson ætli virkilega ekkert að spila með Val í vetur. „Hann er bara að sinna góðu starfi á hliðarlínunni líka. Við erum bara með ákveðið konsept sem við vinnum eftir og við höldum því áfram. Það hefur gengið þokkalega fram að þessum leik, Við þurfum bara að læra af þessu og ná vopnum okkar aftur,“ sagði Guðlaugur að lokum.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.Óðinn:Hlakkar til að fara til Rússlands Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur FH-inga í 21-33 burstinu gegn Val en hornamaðurinn skoraði níu mörk í leiknum. Hann viðurkennir að úrslitin komi honum á óvart. „Við bjuggum okkur undir hörkuleik en ég veit ekki alveg hvað gerðist hjá þeim. Þeir eru með hörkulið en við vorum bara geggjaðir í kvöld.“ Er samt ekki óþarfi að fókusa á hversu slakir Valsmenn voru og beina frekar sjónum að frábærri frammistöðu FH? „Algjörlega. Við áttum toppleik í öllum stöðum en slökum kannski aðeins á varnarlega í seinni hálfleik. Þetta er það sem við höfum verið að gera í vetur. Liðin eru að sprengja sig á móti okkur og við hlaupum yfir þau.“ Óhætt er að segja að umræða vikunnar um væntanlega Rússlandsför FH, hafi verið fyrirferðamikil. FH-ingar fara aftur til Pétursborgar og henda sér í eina vítakeppni gegn heimamönnum. „Já, djöfull hlakkar manni til að fara til Rússlands aftur,“ sagði Óðinn laufléttur að lokum. Olís-deild karla
Stórleikur sjöundu umferðar Olísdeildar karla, þegar Valur og FH mættust, stóð aldrei undir nafni. Það er skemmst frá því að segja að FH vann stórsigur 21-33 eftir að hafa náð ótrúlegu 10 marka forskoti að loknum fyrri hálfleik, 15-5. Fyrri hálfleikur var sýning hjá FH og það var alveg sama hvað Valsmenn reyndu, ekkert gekk upp. Gestirnir úr Kaplakrika gegnu á lagið og yfirburðirnir voru eiginlega hlægilega miklir. Til að nudda saltinu endanlega í sár Valsmanna, skoruðu FH-ingar eitt ljúft sirkusmark í lok hálfleiksins og voru, eins og áður segir, 10 mörkum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var í raun formsatriði. FH komst mest 13 mörkum yfir en gestirnir fögnuðu að lokum 12 marka sigri, 21-33. Valsmenn reyndu örlítið að rétta sinn hlut en það var einfaldlega of lítið og of seint.Af hverju vann FH leikinn? Svarthvítu hetjurnar voru betri alls staðar. Betri í vörn, betri markvarsla, betri í sókn og með betri liðsstjórn á hliðarlínunni. Allir leikmenn liðsins skiluðu sinni vinnu óaðfinnanlega og þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon má svo sannarlega klappa sínum strákum á bakið fyrir þeirra framlag.Hverjir stóðu upp úr? Allt FH-liðið fær hrós. Það ber þó sérstaklega að nefna varnarjaxlana Ágúst Birgisson og Ísak Rafnsson sem byggðu ókleifan múr í miðri vörn liðsins. Bakverðirnir Einar Rafn og Arnar Freyr voru sömuleiðis frábærir varnarlega. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði nánast að vild og áðurnefndur Ágúst var öruggur í sínum færum á línunni. Enginn leikmaður Vals verðskuldar pláss í þessum lið.Hvað gekk illa? Tja, það gekk allt illa hjá Val. Sóknin var brandari í fyrri hálfleik en skánaði örlítið í þeim seinni þegar leikurinn var tapaður. Varnarleikurinn og markvarslan hefur verið í aðalhlutverki hjá Val undanfarin misseri en sá hluti leiksins var líka í molum lengstum. Það gekk ekkert illa hjá FH, einfaldlega gallalaus leikur hjá Hafnfirðingum í kvöld.Hvað gerist næst? Íslandsmeistararnir halda í Garðabæ eftir þessa niðurlægingu og etja kappi við Stjörnuna. Lærisveinar Einars Jónssonar hafa verið óútreiknanlegir á þessari leiktíð en miðað við mannskap, ættu Stjörnumenn að gefa Val hörkuleik í Mýrinni. FH fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kaplakrika. Með fullri virðingu fyrir Fjölni, þá held ég að FH eigi nú að klára þann leik nokkuð þægilega. Getumunurinn er einfaldlega of mikill. Það myndi a.m.k. flokkast til stórtíðinda ef Grafarvogsbúar færu með stig úr Krikanum.Halldór Jóhann og Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH.vísir/stefánHalldór Jóhann: Varnarleikurinn var geggjaður Þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon leyfði sér að brosa eftir stórsigur FH gegn Val í Olísdeild karla í kvöld. Lokatölur urðu 21-33 en lærisveinar Halldórs lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik sem vannst með tíu marka mun, 5-15. „Þetta var frábær frammistaða og varnarleikurinn í fyrri hálfleik geggjaður. Að fá á sig fimm mörk gegn þessu gríðarsterka Valsliði er bara alvöru varnarleikur. Við vorum samt ekkert að mæta þeim neitt rosalega aftarlega. Við þrýstum á réttum stöðum og buðum þeim upp á ákveðna hluti. Svo þegar fer að ganga illa hjá þeim, þá missa þeir kannski eðlilega móðinn.“* FH-ingar eru ekki búnir að gleyma úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í vor, þar sem Valsmenn fögnuðu sigri í oddaleik í Kaplakrika. „Við vorum náttúrulega í alvöru rimmu við þá í vor og töpuðum því. Það þurfti því ekkert að mótivera menn fyrir þennan bardaga í dag. Svo var öll umræðan í þessari viku um Evrópuleikinn til þess að þjappa hópnum saman. Við settum okkur bara það markmið að vinna í þeim hlutum sem við getum unnið í, frekar en að vera að svekkja okkur á einhverju sem við ráðum ekki við.“ Halldór var sérstaklega ánægður með þá staðreynd að hans menn héldu haus í 60 mínútur. „Strákarnir sýna bara frábæra frammistöðu allt til loka leiksins og sýna mikinn styrk. Það skiptir engu máli hver kemur inn á völlinn, allir halda út og skila frábærum leik.“Guðlaugur ArnarssonVísir/ErnirGuðlaugur: Við þorðum ekki í þennan leik „Í stuttu máli má bara segja að við höfum orðið okkur til skammar hérna í fyrri hálfleik. Við vorum bara mjög lélegir frá a til ö, alveg frá markmanni sem og í vörn og sókn. Við þorðum ekki í þennan leik, það er bara ósköp einfalt,“ sagði hundfúll Guðlaugur Arnarsson eftir 21-33 niðurlæginguna gegn FH. En eiga meistararnir ekki að vera vanir því að mæta klárir í svona leiki? „Algjörlega. Við þjálfararnir þurfum núna að leggjast yfir þetta og leita skýringa. Við erum ofboðslega óánægðir hvernig við mætum inn í þennan leik. Spennustigið er bara ekki got og við virðumst halda að við getum bara gírað okkur inn í leikinn sjálfkrafa.“ „FH-ingar mættu bara tilbúnari á öllum sviðum. Þeir voru mörgum skrefum á undan okkur í öllum aðgerðum í kvöld. Það verður að hrósa þeim fyrir það.“ Handboltaáhugafólk spyr sig vikulega hvort að Snorri Steinn Guðjónsson ætli virkilega ekkert að spila með Val í vetur. „Hann er bara að sinna góðu starfi á hliðarlínunni líka. Við erum bara með ákveðið konsept sem við vinnum eftir og við höldum því áfram. Það hefur gengið þokkalega fram að þessum leik, Við þurfum bara að læra af þessu og ná vopnum okkar aftur,“ sagði Guðlaugur að lokum.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.Óðinn:Hlakkar til að fara til Rússlands Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur FH-inga í 21-33 burstinu gegn Val en hornamaðurinn skoraði níu mörk í leiknum. Hann viðurkennir að úrslitin komi honum á óvart. „Við bjuggum okkur undir hörkuleik en ég veit ekki alveg hvað gerðist hjá þeim. Þeir eru með hörkulið en við vorum bara geggjaðir í kvöld.“ Er samt ekki óþarfi að fókusa á hversu slakir Valsmenn voru og beina frekar sjónum að frábærri frammistöðu FH? „Algjörlega. Við áttum toppleik í öllum stöðum en slökum kannski aðeins á varnarlega í seinni hálfleik. Þetta er það sem við höfum verið að gera í vetur. Liðin eru að sprengja sig á móti okkur og við hlaupum yfir þau.“ Óhætt er að segja að umræða vikunnar um væntanlega Rússlandsför FH, hafi verið fyrirferðamikil. FH-ingar fara aftur til Pétursborgar og henda sér í eina vítakeppni gegn heimamönnum. „Já, djöfull hlakkar manni til að fara til Rússlands aftur,“ sagði Óðinn laufléttur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti