Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2017 19:45 vísir/ernir ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn allann tímann. ÍR-ingar byrjuðu leikinn mun betur en stjörnum prýtt lið gestanna. Staðan var 7-3 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og ÍBV í basli sóknarlega. Þeir söknuðu greinilega Theodórs Sigurbjörnssonar sem er meiddur og lykilmennirnir Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru ekki að finna fjölina. Gestirnir bitu þó frá sér undir lok hálfleiksins og þökk sé stórleik Agnars Smára Jónssonar náðu þeir muninum niður í tvö mörk fyrir hlé. Agnar Smári skoraði 6 af 11 mörkum gestanna í fyrri hálfleik og hélt þeim á floti. Vörn Eyjamanna tók einnig við sér og Elliði Snær Viðarsson var öflugur sem indíáni fyrir framan. Staðan í hálfleik var 13-11 og ÍR-ingar að spila vel. Grétar Ari Guðjónsson var frábær í markinu og var með yfir 50% vörslu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. ÍR hélt forystu sinni og uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna var hægur og oft full fyrirsjáanlegur. Heimamenn náðu þó aldrei að slíta gestina almennilega frá sér og ÍBV saxaði smátt og smátt á forskotið. Eftir fjölmörg tækifæri Eyjamanna til að jafna tókst þeim það loks þegar um sjö mínútur voru eftir. Þeir náðu síðan forystunni í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-0 þegar Grétar Þór Eyþórsson kom þeim í 26-25 þegar rúm mínúta var eftir. Síðasta sókn ÍR fór síðan forgörðum og Magnús Stefánsson tryggði ÍBV sigur með lokamarkinu þegar 10 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn fögnuðu vel sætum sigri en ÍR-ingar gengu svekktir af velli. Agnar Smári Jónsson skoraði 6 mörk fyrir Eyjamenn, öll í fyrri hálfleik. Grétar Þór kom sterkur inn og setti 5 mörk í horninu. Aron Rafn Eðvarsson varði 7 skot í marki ÍBV og Stephen Nielsen átti fína innkomu og varði 4 skot eftir að hann kom í markið um miðjan seinni hálfleik. Hjá ÍR var Daníel Ingi Guðmundsson markahæstur með 8 mörk og Bergvin Gíslason skoraði 7. Grétar Ari Guðjónsson datt aðeins niður eftir því sem á leið og varði 13 skot í marki ÍR.Af hverju vann ÍBV?Þeir sýndu mikinn karakter og gáfust aldrei upp. Það eru gríðarlega sterkir leikmenn í Eyjaliðinu en sóknarleikur liðsins hefur verið fremur klunnalegur í fyrstu umferðum Olís-deildarinnar. ÍR-ingar voru klaufar í sínum síðustu sóknum. Þeir fóru fremur illa að ráði sínu, fengu klaufalegar tvær mínútur og töpuðu boltum í sókninni. Það er einfaldlega dýrt gegn jafn sterku liði og ÍBV sem átti þó ekki sinn besta dag.Þessir stóðu upp úr:Agnar Smári var frábær í fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Grétar Þór Eyþórsson átti mjög fína innkomu og þá var Kári nokkuð öflugur á línunni. Aron Rafn byrjaði ágætlega en datt svo niður í markinu. Innkoma Stephen Nielsen kveikti í ÍBV en hann varði á mikilvægum augnablikum. Grétar Ari var frábær fyrstu 45 mínúturnar í marki ÍR en klukkaði ekki marga bolta undir lokin. Daníel Ingi og Bergvin áttu fína spretti sóknarlega og Daníel var sérstaklega öflugur í hraðaupphlaupum.Hvað gekk illa?Uppstilltur sóknarleikur hjá ÍBV gekk ekki nógu vel frekar en í fyrri leikjum liðsins. Einstaklingsframtakið er oft of áberandi, leikmenn eru oft of staðir og spilið gengur hægt. Þá hlýtur Arnar þjálfari að gera kröfu um betri markvörslu frá jafn frábæru markvarðapari og ÍBV hefur á að skipa. ÍR-liðinu gekk illa að klára fínan leik. Það var líkt og þeir höfðu farið á taugum undir lokin þar sem þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök sóknarlega. Bjarni Fritzson þjálfari liðisins var ósáttur með sína menn í leikslok og sagði þá hafa verið klaufa.Hvað gerist næst?Framundan er tveggja vikna hlé vegna landsleikja. Að því loknu fara Eyjamenn á Selfoss þar sem þeir mæta heimamönnum sem hafa verið að stíga upp að undanförnu. Að þeim leik loknum fá Eyjamenn síðan loksins heimaleik en þeir hafa aðeins leikið á útivelli til þessa þar sem verið er að leggja parket á íþróttasalinn í Vestmannaeyjum. ÍR fer í Kaplakrika þar sem þeir mæta sterku liði FH-inga í næstu umferð. Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferðArnar var ánægður með stigin tvö.Vísir/VilhelmArnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“ Bjarni: Við erum hrikalegir klaufarBjarni Fritzson er þjálfari ÍR.vísir„Þetta er svekkjandi. Við erum klaufar, hrikalegir klaufar. Við erum í kjörstöðu þegar þrjár mínútur eru eftir með tveggja marka forystu. Við töpum boltum sem er hrikalega dýrt. Síðasta sóknin er illa framkvæmd, við erum ekki nógu „kúl“ á því,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir svekkjandi tap gegn ÍBV í Breiðholtinu í dag. ÍR liðið var að spila ágætlega lengst af í dag en fóru illa að ráði sínu undir lokin. Bjarni var sérstaklega ánægður með vörnina. „Ég var ánægður með flest allt í heildina. Það er auðvitað eitthvað sem má gera betur. Við spilum ágætlega bæði í vörn og sókn. Þeir áttu í miklum erfiðleikum og vörnin okkar er búin að vera hrikalega góð í vetur.“ Framundan er tveggja vikna pása í Olís-deildinni og Bjarni sagði að ÍR liðið myndi nýta hana vel til að undirbúa liðið fyrir framhaldið. „Næst er bara æfing og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir næsta stríð. Það er tveggja vikna frí og við erum að spila góðan bolta. Við erum sjálfum okkur verstir og þurfum að laga það og vera aðeins klókari.“ Kári: Það er bara leyndóKári skoraði þrjú mörk fyrir ÍBV í dag.Vísir/VilhelmKári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk af línunni fyrir ÍBV í dag auk þess að fiska vítaköst. ÍBV stal sigrinum í lokin eftir að ÍR hafði leitt allan tímann. Fannst Kára sigurinn vera verðskuldaður? „Já, það fannst mér. Við vorum betri aðilinn í lokin en þetta hefði getað fallið hvoru megin sem var. Við vorum óþarflega lengi í gang. Það hefur verið þannig í vetur og það varð engin breyting á því,“ sagði Kári eftr leik. Hann sagði að karakterinn í liðinu hefði komið í ljós og gert gæfumuninn á lokamínútunum. „Við erum lengi af stað og það var stutt í kíting sem er dapurt hjá jafn reyndu liði og okkar. Við snúm því við og sýnum flottan karakter og siglum þessu heim.“ Kári vildi lítið segja um hvað Eyjamenn ætluðu sér að nýta landsleikjapásuna í. Hann ýjaði þó að því að eitthvað húllumhæ væri framundan hjá Eyjamönnum. „Ætli það sé ekki bara leyndó, mega leyndó? Ég vil ekkert upplýsa um það. Það verður vonandi bara eitthvað stuð um næstu helgi, vonandi,“ sagði Kári í myndavélina og beindi orðum sínum væntanlega að félögum sínum og þjálfara. Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem þeir geta lagað í sínum leik. 22. október 2017 19:29
ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn allann tímann. ÍR-ingar byrjuðu leikinn mun betur en stjörnum prýtt lið gestanna. Staðan var 7-3 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og ÍBV í basli sóknarlega. Þeir söknuðu greinilega Theodórs Sigurbjörnssonar sem er meiddur og lykilmennirnir Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru ekki að finna fjölina. Gestirnir bitu þó frá sér undir lok hálfleiksins og þökk sé stórleik Agnars Smára Jónssonar náðu þeir muninum niður í tvö mörk fyrir hlé. Agnar Smári skoraði 6 af 11 mörkum gestanna í fyrri hálfleik og hélt þeim á floti. Vörn Eyjamanna tók einnig við sér og Elliði Snær Viðarsson var öflugur sem indíáni fyrir framan. Staðan í hálfleik var 13-11 og ÍR-ingar að spila vel. Grétar Ari Guðjónsson var frábær í markinu og var með yfir 50% vörslu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. ÍR hélt forystu sinni og uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna var hægur og oft full fyrirsjáanlegur. Heimamenn náðu þó aldrei að slíta gestina almennilega frá sér og ÍBV saxaði smátt og smátt á forskotið. Eftir fjölmörg tækifæri Eyjamanna til að jafna tókst þeim það loks þegar um sjö mínútur voru eftir. Þeir náðu síðan forystunni í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-0 þegar Grétar Þór Eyþórsson kom þeim í 26-25 þegar rúm mínúta var eftir. Síðasta sókn ÍR fór síðan forgörðum og Magnús Stefánsson tryggði ÍBV sigur með lokamarkinu þegar 10 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn fögnuðu vel sætum sigri en ÍR-ingar gengu svekktir af velli. Agnar Smári Jónsson skoraði 6 mörk fyrir Eyjamenn, öll í fyrri hálfleik. Grétar Þór kom sterkur inn og setti 5 mörk í horninu. Aron Rafn Eðvarsson varði 7 skot í marki ÍBV og Stephen Nielsen átti fína innkomu og varði 4 skot eftir að hann kom í markið um miðjan seinni hálfleik. Hjá ÍR var Daníel Ingi Guðmundsson markahæstur með 8 mörk og Bergvin Gíslason skoraði 7. Grétar Ari Guðjónsson datt aðeins niður eftir því sem á leið og varði 13 skot í marki ÍR.Af hverju vann ÍBV?Þeir sýndu mikinn karakter og gáfust aldrei upp. Það eru gríðarlega sterkir leikmenn í Eyjaliðinu en sóknarleikur liðsins hefur verið fremur klunnalegur í fyrstu umferðum Olís-deildarinnar. ÍR-ingar voru klaufar í sínum síðustu sóknum. Þeir fóru fremur illa að ráði sínu, fengu klaufalegar tvær mínútur og töpuðu boltum í sókninni. Það er einfaldlega dýrt gegn jafn sterku liði og ÍBV sem átti þó ekki sinn besta dag.Þessir stóðu upp úr:Agnar Smári var frábær í fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Grétar Þór Eyþórsson átti mjög fína innkomu og þá var Kári nokkuð öflugur á línunni. Aron Rafn byrjaði ágætlega en datt svo niður í markinu. Innkoma Stephen Nielsen kveikti í ÍBV en hann varði á mikilvægum augnablikum. Grétar Ari var frábær fyrstu 45 mínúturnar í marki ÍR en klukkaði ekki marga bolta undir lokin. Daníel Ingi og Bergvin áttu fína spretti sóknarlega og Daníel var sérstaklega öflugur í hraðaupphlaupum.Hvað gekk illa?Uppstilltur sóknarleikur hjá ÍBV gekk ekki nógu vel frekar en í fyrri leikjum liðsins. Einstaklingsframtakið er oft of áberandi, leikmenn eru oft of staðir og spilið gengur hægt. Þá hlýtur Arnar þjálfari að gera kröfu um betri markvörslu frá jafn frábæru markvarðapari og ÍBV hefur á að skipa. ÍR-liðinu gekk illa að klára fínan leik. Það var líkt og þeir höfðu farið á taugum undir lokin þar sem þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök sóknarlega. Bjarni Fritzson þjálfari liðisins var ósáttur með sína menn í leikslok og sagði þá hafa verið klaufa.Hvað gerist næst?Framundan er tveggja vikna hlé vegna landsleikja. Að því loknu fara Eyjamenn á Selfoss þar sem þeir mæta heimamönnum sem hafa verið að stíga upp að undanförnu. Að þeim leik loknum fá Eyjamenn síðan loksins heimaleik en þeir hafa aðeins leikið á útivelli til þessa þar sem verið er að leggja parket á íþróttasalinn í Vestmannaeyjum. ÍR fer í Kaplakrika þar sem þeir mæta sterku liði FH-inga í næstu umferð. Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferðArnar var ánægður með stigin tvö.Vísir/VilhelmArnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“ Bjarni: Við erum hrikalegir klaufarBjarni Fritzson er þjálfari ÍR.vísir„Þetta er svekkjandi. Við erum klaufar, hrikalegir klaufar. Við erum í kjörstöðu þegar þrjár mínútur eru eftir með tveggja marka forystu. Við töpum boltum sem er hrikalega dýrt. Síðasta sóknin er illa framkvæmd, við erum ekki nógu „kúl“ á því,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir svekkjandi tap gegn ÍBV í Breiðholtinu í dag. ÍR liðið var að spila ágætlega lengst af í dag en fóru illa að ráði sínu undir lokin. Bjarni var sérstaklega ánægður með vörnina. „Ég var ánægður með flest allt í heildina. Það er auðvitað eitthvað sem má gera betur. Við spilum ágætlega bæði í vörn og sókn. Þeir áttu í miklum erfiðleikum og vörnin okkar er búin að vera hrikalega góð í vetur.“ Framundan er tveggja vikna pása í Olís-deildinni og Bjarni sagði að ÍR liðið myndi nýta hana vel til að undirbúa liðið fyrir framhaldið. „Næst er bara æfing og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir næsta stríð. Það er tveggja vikna frí og við erum að spila góðan bolta. Við erum sjálfum okkur verstir og þurfum að laga það og vera aðeins klókari.“ Kári: Það er bara leyndóKári skoraði þrjú mörk fyrir ÍBV í dag.Vísir/VilhelmKári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk af línunni fyrir ÍBV í dag auk þess að fiska vítaköst. ÍBV stal sigrinum í lokin eftir að ÍR hafði leitt allan tímann. Fannst Kára sigurinn vera verðskuldaður? „Já, það fannst mér. Við vorum betri aðilinn í lokin en þetta hefði getað fallið hvoru megin sem var. Við vorum óþarflega lengi í gang. Það hefur verið þannig í vetur og það varð engin breyting á því,“ sagði Kári eftr leik. Hann sagði að karakterinn í liðinu hefði komið í ljós og gert gæfumuninn á lokamínútunum. „Við erum lengi af stað og það var stutt í kíting sem er dapurt hjá jafn reyndu liði og okkar. Við snúm því við og sýnum flottan karakter og siglum þessu heim.“ Kári vildi lítið segja um hvað Eyjamenn ætluðu sér að nýta landsleikjapásuna í. Hann ýjaði þó að því að eitthvað húllumhæ væri framundan hjá Eyjamönnum. „Ætli það sé ekki bara leyndó, mega leyndó? Ég vil ekkert upplýsa um það. Það verður vonandi bara eitthvað stuð um næstu helgi, vonandi,“ sagði Kári í myndavélina og beindi orðum sínum væntanlega að félögum sínum og þjálfara.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem þeir geta lagað í sínum leik. 22. október 2017 19:29
Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem þeir geta lagað í sínum leik. 22. október 2017 19:29
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti