Háir vextir Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 20. október 2017 11:15 Undirliggjandi vandi hagkerfisins er háir vextir sem hafa mikil áhrif á gengisflökt krónunnar. Seðlabankinn tekur ákvörðun um hversu hátt vaxtastigið eigi að vera. Eins og staðan er í dag, er fólk þvingað til að taka verðtryggð lán. Hver greiðsla er lægri af láninu í hverjum mánuði, en heildarlánið verður hærra. Verðtryggð lán taka mið af vísitölu neysluverðs á hverjum tíma, en verðbólga veldur tugi milljarða hækkun á skuldum heimilanna. Þess vegna þarf að banna verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum. Í kjölfarið munu bankarnir fara að bjóða lægri vexti.Húsnæðisliður út úr vísitölu Húsnæðisliðurinn skekkir vísitölu neysluverðs. Til að sporna við því að íbúðarlánið hækki á lánstímanum þarf að byrja á því að fjarlægja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni og banna verðtrygginguna. Framboðið af húsnæði hefur ekki haldið í gríðarlega eftirspurn sem leitt hefur til meiri verðhækkana á húsnæði en verð á öðrum vörum og þjónustu. Vísitalan tekur mið af verðhækkunum og heimili landsins blæða. Það er með öllu óásættanlegt að borga þurfi aukalega himinháa verðtryggingu sökum þessa.Afnemum verðtryggingu Afnám verðtryggingar mun leiða til þess að bankarnir þurfa að bjóða óverðtryggð lán sem verða hagstæðari en nú þekkist. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig komið sterkir inn á markaðinn og sýnt að þeir eru vel samkeppnishæfir við bankana. Við þurfum einnig að bregðast við fákeppninni sem ríkir á bankamarkaði. Því er nauðsynlegt að ríkið eigi einn af stóru bönkunum og marki honum stefnu um að efla samkeppni í bankaþjónustu, almenningi og atvinnulífi til hagsbóta. Síðast en ekki síst þá er mikilvægt að við öll tökum nú höndum saman og knýjum fram vaxtalækkun til að tryggja stöðugleika hjá hverju og einu okkar. Ríkisvaldið, Seðlabankinn, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins þurfa því að sammælast um að lækka vexti í landinu. Þannig tryggjum við stöðuga krónu og aukum kaupmátt hjá okkur öllum. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Undirliggjandi vandi hagkerfisins er háir vextir sem hafa mikil áhrif á gengisflökt krónunnar. Seðlabankinn tekur ákvörðun um hversu hátt vaxtastigið eigi að vera. Eins og staðan er í dag, er fólk þvingað til að taka verðtryggð lán. Hver greiðsla er lægri af láninu í hverjum mánuði, en heildarlánið verður hærra. Verðtryggð lán taka mið af vísitölu neysluverðs á hverjum tíma, en verðbólga veldur tugi milljarða hækkun á skuldum heimilanna. Þess vegna þarf að banna verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum. Í kjölfarið munu bankarnir fara að bjóða lægri vexti.Húsnæðisliður út úr vísitölu Húsnæðisliðurinn skekkir vísitölu neysluverðs. Til að sporna við því að íbúðarlánið hækki á lánstímanum þarf að byrja á því að fjarlægja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni og banna verðtrygginguna. Framboðið af húsnæði hefur ekki haldið í gríðarlega eftirspurn sem leitt hefur til meiri verðhækkana á húsnæði en verð á öðrum vörum og þjónustu. Vísitalan tekur mið af verðhækkunum og heimili landsins blæða. Það er með öllu óásættanlegt að borga þurfi aukalega himinháa verðtryggingu sökum þessa.Afnemum verðtryggingu Afnám verðtryggingar mun leiða til þess að bankarnir þurfa að bjóða óverðtryggð lán sem verða hagstæðari en nú þekkist. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig komið sterkir inn á markaðinn og sýnt að þeir eru vel samkeppnishæfir við bankana. Við þurfum einnig að bregðast við fákeppninni sem ríkir á bankamarkaði. Því er nauðsynlegt að ríkið eigi einn af stóru bönkunum og marki honum stefnu um að efla samkeppni í bankaþjónustu, almenningi og atvinnulífi til hagsbóta. Síðast en ekki síst þá er mikilvægt að við öll tökum nú höndum saman og knýjum fram vaxtalækkun til að tryggja stöðugleika hjá hverju og einu okkar. Ríkisvaldið, Seðlabankinn, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins þurfa því að sammælast um að lækka vexti í landinu. Þannig tryggjum við stöðuga krónu og aukum kaupmátt hjá okkur öllum. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar