Skilvirk afgreiðsla á umsóknum hælisleitenda Ólafur Ísleifsson skrifar 21. október 2017 07:30 Fulltrúar Flokks fólksins eru tíðum spurðir um afstöðu til málefna hælisleitenda. Svarið við því er einfalt. Við viljum taka upp 48 stunda regluna sem Norðmenn hafa innleitt. Með þessu viljum við skilvirka afgreiðslu umsókna um leið og tekið er fyrir sístreymi úr ríkissjóði án fjárheimilda eins og nýleg dæmi eru um. Slík meðferð almannafjár er óábyrg og óboðleg af hálfu ábyrgra stjórnvalda.Lausatök í ríkisfjármálum hafa skaðleg áhrif í efnahagslífinu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki eins og nýleg dæmi staðfesta. Norðmenn eru kunnir á veraldarvísu fyrir framlög sín til þróunarríkja og skara fram úr öðrum þjóðum þegar fjárframlög í þessu efni eru borin saman við umfang efnahagslífsins. Norðmenn veita friðarverðlaun Nóbels og hafa leitast við að koma fram sem sáttasemjarar á alþjóðlegum vettvangi. Við Íslendingar þekkjum til framgöngu þeirra í því efni úr þorskastríðum og þökkum þeirra framlag. Með því að taka upp 48 stunda reglu að dæmi Norðmanna á forsendum skilvirkni og ábyrgrar stjórnar ríkisfjármála erum við í góðum félagsskap með frændum okkar og vinum í Noregi. Stefna Flokks fólksins í málefnum hælisleitenda er skýr. Hún styðst við bestu fyrirmynd sem fáanleg er.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Flokks fólksins eru tíðum spurðir um afstöðu til málefna hælisleitenda. Svarið við því er einfalt. Við viljum taka upp 48 stunda regluna sem Norðmenn hafa innleitt. Með þessu viljum við skilvirka afgreiðslu umsókna um leið og tekið er fyrir sístreymi úr ríkissjóði án fjárheimilda eins og nýleg dæmi eru um. Slík meðferð almannafjár er óábyrg og óboðleg af hálfu ábyrgra stjórnvalda.Lausatök í ríkisfjármálum hafa skaðleg áhrif í efnahagslífinu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki eins og nýleg dæmi staðfesta. Norðmenn eru kunnir á veraldarvísu fyrir framlög sín til þróunarríkja og skara fram úr öðrum þjóðum þegar fjárframlög í þessu efni eru borin saman við umfang efnahagslífsins. Norðmenn veita friðarverðlaun Nóbels og hafa leitast við að koma fram sem sáttasemjarar á alþjóðlegum vettvangi. Við Íslendingar þekkjum til framgöngu þeirra í því efni úr þorskastríðum og þökkum þeirra framlag. Með því að taka upp 48 stunda reglu að dæmi Norðmanna á forsendum skilvirkni og ábyrgrar stjórnar ríkisfjármála erum við í góðum félagsskap með frændum okkar og vinum í Noregi. Stefna Flokks fólksins í málefnum hælisleitenda er skýr. Hún styðst við bestu fyrirmynd sem fáanleg er.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar