Blaðamenn og bankaleynd Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 20. október 2017 07:00 Á undanförnum dögum hefur nokkuð borið á fullyrðingum um að bankaleynd taki ekki til fjölmiðla. Af því tilefni tel ég rétt að draga fram ákveðin atriði í þessu sambandi enda tel ég að slíkar fullyrðingar standist ekki. Um umrædda þagnarskyldu (bankaleynd) er fjallað í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Þar segir í 1. mgr. að stjórnarmenn og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækis séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfsins og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingarnar samkvæmt lögum. Í 2. mgr. greinarinnar segir síðan: „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“ Hvorki í ákvæðinu sjálfu né í lögskýringargögnum með því er að finna vísbendingar um að skyldan taki ekki til fjölmiðla eða að ætlun löggjafans hafi yfir höfuð verið að undanskilja fjölmiðla frá umræddri skyldu. Í ljósi orðalags 2. mgr. um „viðtakendur“, án nokkurra fyrirvara þar að lútandi, telst slík lögskýring því vart tæk. Fjölmiðlar eru þannig viðtakendur eins og allir aðrir. Að undanskilja fjölmiðla bankaleynd stenst ekki heldur m.t.t. þeirra raka, sem nefnd hafa verið í umræðunni, að umræddur skilningur eigi sér að einhverju leyti stoð í sambærilegu ákvæði danskra laga. Í þessu sambandi er þess í fyrsta lagi að hvorki í danska ákvæðinu né í greinargerð með því er fjallað um að fjölmiðlar séu undanskildir umræddri skyldu. Í öðru lagi er ljóst að jafnvel þótt danska ákvæðið yrði túlkað með þeim langsótta hætti fengi það ekki breytt túlkun á íslenska ákvæðinu og þeim lögskýringargögnum sem stuðst verður við hér á landi. Sú niðurstaða mín að bankaleynd gildi um fjölmiðla styðst ekki einungis við túlkun fyrrgreinds ákvæðis laga um fjármálafyrirtæki og almenn lögskýringarviðmið, heldur ekki síður siðferði og grunngildi faglegrar blaðamennsku. Slíkar reglur fela m.a. í sér að ekki sé fjallað opinberlega um upplýsingar sem leynt eigi að fara lögum samkvæmt nema réttlætanlegar ástæður leiði til þess að slíkri vernd megi víkja til hliðar. Það leiðir beinlínis af eðli ákvæða um þagnarleynd að markmiðið með þeim er að koma í veg fyrir að tilteknar upplýsingar verði gerðar opinberar. Það væri í andstöðu við tilgang slíkra reglna ef verndin næði ekki yfir það þegar fjölmiðlar hafa komist í viðkomandi gögn. Það blasir enda við að einmitt þegar upplýsingar eru þess eðlis að þær eiga að fara leynt er mest þörf á að þær birtist ekki í fjölmiðlum þar sem þær verða þá aðgengilegar öllum. Önnur niðurstaða fæli í sér að unnt væri að aftengja þá leynd sem hvíldi yfir viðkomandi upplýsingum með því einfaldlega að afhenda upplýsingarnar fjölmiðlum og við stæðum frammi fyrir þeirri sérkennilegu stöðu að upplýsingar sem almennt mætti ekki gera opinberar væri engu að síður heimilt að dreifa opinberlega ef fjölmiðill ætti í hlut. Það væri í hróplegu ósamræmi við markmiðið með 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki ef túlka ætti „viðtakendur“ í 2. mgr. ákvæðisins þannig að þar væri ekki átt við fjölmiðla. Það væri einnig í andstöðu við 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs, sem gjarnan er vísað til í tengslum við ákvæði um þagnarskyldu, enda yrði afleiðingin af því sú að mönnum væri í lófa lagið að koma sér undan þagnarskyldunni með því að senda viðkomandi gögn á fjölmiðla og þannig „opna“ á opinberun viðkomandi upplýsinga. Í því fælist slík þversögn að verulega ólíklegt verður að telja að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu. Það fæli einnig að líkindum í sér að íslenska ríkinu hefði mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs, enda væri verndin að þessu leyti þá afar takmörkuð hér á landi. Hitt er aftur annað mál að rök kunna að standa til þess að ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafa m.a. verið túlkuð svo að í þeim felist ríkt frelsi fjölmiðla til þess að fjalla um hvaðeina það sem á erindi til almennings, verði túlkuð svo að heimilt sé að víkja frá bankaleyndinni í ákveðnum tilvikum. Það kann t.d. að eiga við þegar mælt er fyrir um skyldu einstakra aðila til að afhenda stjórnvöldum tiltekin gögn eða þegar almannahagsmunir krefjast þess að bankaleyndinni sé aflétt í þágu tjáningarfrelsis og frjálsrar stjórnmálaumræðu. Þegar mál sem snerta bankaleynd hafa rekið á fjörur mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómstóllinn t.d. í engu vikið að því að ákvæði í innanlandsrétti, sem leggi þá skyldu á herðar blaðamönnum að gæta bankaleyndar, séu andstæð fjölmiðlafrelsinu, heldur einmitt talið slík ákvæði eðlileg en mælt fyrir um að rétt kunni að vera, í ákveðnum tilvikum, að víkja frá slíkum reglum. Þegar þeim tilvikum sleppir, sem vitanlega eru háð mati hverju sinni, er á hinn bóginn á engan hátt unnt að halda því fram fullum fetum að fjölmiðlum sé að jafnaði heimilt að fjalla um upplýsingar sem háðar eru bankaleynd. Það er einfaldlega röng lagatúlkun.Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og stundakennari í fjölmiðlarétti við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur nokkuð borið á fullyrðingum um að bankaleynd taki ekki til fjölmiðla. Af því tilefni tel ég rétt að draga fram ákveðin atriði í þessu sambandi enda tel ég að slíkar fullyrðingar standist ekki. Um umrædda þagnarskyldu (bankaleynd) er fjallað í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Þar segir í 1. mgr. að stjórnarmenn og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækis séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfsins og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingarnar samkvæmt lögum. Í 2. mgr. greinarinnar segir síðan: „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“ Hvorki í ákvæðinu sjálfu né í lögskýringargögnum með því er að finna vísbendingar um að skyldan taki ekki til fjölmiðla eða að ætlun löggjafans hafi yfir höfuð verið að undanskilja fjölmiðla frá umræddri skyldu. Í ljósi orðalags 2. mgr. um „viðtakendur“, án nokkurra fyrirvara þar að lútandi, telst slík lögskýring því vart tæk. Fjölmiðlar eru þannig viðtakendur eins og allir aðrir. Að undanskilja fjölmiðla bankaleynd stenst ekki heldur m.t.t. þeirra raka, sem nefnd hafa verið í umræðunni, að umræddur skilningur eigi sér að einhverju leyti stoð í sambærilegu ákvæði danskra laga. Í þessu sambandi er þess í fyrsta lagi að hvorki í danska ákvæðinu né í greinargerð með því er fjallað um að fjölmiðlar séu undanskildir umræddri skyldu. Í öðru lagi er ljóst að jafnvel þótt danska ákvæðið yrði túlkað með þeim langsótta hætti fengi það ekki breytt túlkun á íslenska ákvæðinu og þeim lögskýringargögnum sem stuðst verður við hér á landi. Sú niðurstaða mín að bankaleynd gildi um fjölmiðla styðst ekki einungis við túlkun fyrrgreinds ákvæðis laga um fjármálafyrirtæki og almenn lögskýringarviðmið, heldur ekki síður siðferði og grunngildi faglegrar blaðamennsku. Slíkar reglur fela m.a. í sér að ekki sé fjallað opinberlega um upplýsingar sem leynt eigi að fara lögum samkvæmt nema réttlætanlegar ástæður leiði til þess að slíkri vernd megi víkja til hliðar. Það leiðir beinlínis af eðli ákvæða um þagnarleynd að markmiðið með þeim er að koma í veg fyrir að tilteknar upplýsingar verði gerðar opinberar. Það væri í andstöðu við tilgang slíkra reglna ef verndin næði ekki yfir það þegar fjölmiðlar hafa komist í viðkomandi gögn. Það blasir enda við að einmitt þegar upplýsingar eru þess eðlis að þær eiga að fara leynt er mest þörf á að þær birtist ekki í fjölmiðlum þar sem þær verða þá aðgengilegar öllum. Önnur niðurstaða fæli í sér að unnt væri að aftengja þá leynd sem hvíldi yfir viðkomandi upplýsingum með því einfaldlega að afhenda upplýsingarnar fjölmiðlum og við stæðum frammi fyrir þeirri sérkennilegu stöðu að upplýsingar sem almennt mætti ekki gera opinberar væri engu að síður heimilt að dreifa opinberlega ef fjölmiðill ætti í hlut. Það væri í hróplegu ósamræmi við markmiðið með 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki ef túlka ætti „viðtakendur“ í 2. mgr. ákvæðisins þannig að þar væri ekki átt við fjölmiðla. Það væri einnig í andstöðu við 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs, sem gjarnan er vísað til í tengslum við ákvæði um þagnarskyldu, enda yrði afleiðingin af því sú að mönnum væri í lófa lagið að koma sér undan þagnarskyldunni með því að senda viðkomandi gögn á fjölmiðla og þannig „opna“ á opinberun viðkomandi upplýsinga. Í því fælist slík þversögn að verulega ólíklegt verður að telja að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu. Það fæli einnig að líkindum í sér að íslenska ríkinu hefði mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs, enda væri verndin að þessu leyti þá afar takmörkuð hér á landi. Hitt er aftur annað mál að rök kunna að standa til þess að ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafa m.a. verið túlkuð svo að í þeim felist ríkt frelsi fjölmiðla til þess að fjalla um hvaðeina það sem á erindi til almennings, verði túlkuð svo að heimilt sé að víkja frá bankaleyndinni í ákveðnum tilvikum. Það kann t.d. að eiga við þegar mælt er fyrir um skyldu einstakra aðila til að afhenda stjórnvöldum tiltekin gögn eða þegar almannahagsmunir krefjast þess að bankaleyndinni sé aflétt í þágu tjáningarfrelsis og frjálsrar stjórnmálaumræðu. Þegar mál sem snerta bankaleynd hafa rekið á fjörur mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómstóllinn t.d. í engu vikið að því að ákvæði í innanlandsrétti, sem leggi þá skyldu á herðar blaðamönnum að gæta bankaleyndar, séu andstæð fjölmiðlafrelsinu, heldur einmitt talið slík ákvæði eðlileg en mælt fyrir um að rétt kunni að vera, í ákveðnum tilvikum, að víkja frá slíkum reglum. Þegar þeim tilvikum sleppir, sem vitanlega eru háð mati hverju sinni, er á hinn bóginn á engan hátt unnt að halda því fram fullum fetum að fjölmiðlum sé að jafnaði heimilt að fjalla um upplýsingar sem háðar eru bankaleynd. Það er einfaldlega röng lagatúlkun.Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og stundakennari í fjölmiðlarétti við lagadeild Háskóla Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun