„Staðfest að þessir gömlu lykilflokkar eru ekki eins stórir og þeir voru áður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2017 15:30 Formenn þeirra átta flokka sem náðu kjöri á Alþingi á laugardag. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir niðurstöður kosninganna staðfesta að gamlir lykilflokkar í stjórnmálunum eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin séu ekki eins stórir og þeir voru áður. Margt er sérstakt við úrslit þingkosninganna. Strax má benda á það að aldrei hafa fleiri flokkar tekið sæti á Alþingi og þá hafa konur ekki verið færri á þingi síðan 2007. Sumt breytist þó aldrei í íslenskum stjórnmálum og það er lykilstaðan sem Framsóknarflokkurinn virðist hvað oftast koma sér í varðandi myndun ríkisstjórnar en ætli kosningar séu sögulegar á einhvern hátt? Vísir heyrði í Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði, og spurði hann hvað hann sæi í niðurstöðum kosninganna nú á mánudegi eftir kjördag. „Það er svona ákveðin þróun sem virðist vera staðfest, það er að segja það er staðfest að þessir gömlu lykilflokkar eru ekki eins stórir og þeir voru áður. Sjálfstæðisflokkurinn er að festast á þessu bili 25 til 30 prósent en áður var hann 35 til 40 prósent flokkur. Þetta er eitt sem blasir við. Samfylkingin sem var hinn turninn þá er hann fjarri því að vera nálægt þeim hæðum sem hún náði áður þó flokkurinn hafi aukið við fylgi sitt nú,“ segir Guðmundur.Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Vísir/anton brinkFjöldi flokkanna á þingi kominn til að vera Þá nefnir hann jafnframt fjölda flokkanna. Sjö flokkar áttu sæti á þingi á seinasta kjörtímabili en þeir verða átta nú. Guðmundur segist telja að þessi fjöldi sé kominn til að vera. „Fjórir flokkar á þingi, eða í mesta lagi fimm, það kerfi virðist vera horfið í bili og mun varla koma aftur,“ segir Guðmundur. Kosningaþátttaka var meiri í ár en í alþingiskosningunum í fyrra. Þetta segir Guðmundur ánægjulegt og bendir á að mögulega hafi fjöldi flokkanna eitthvað með aukna þátttöku að gera. Að minnsta kosti virðist vera sem það sé eftirspurn eftir fleiri flokkum á þingi. Aðspurður um lykilstöðuna sem Framsóknarflokkurinn er í núna bendir Guðmundur á að Framsókn sé miðjuflokkur. „Flokkurinn getur horft bæði til hægri og vinstri. Það hefur ekkert breyst og þar er hann ennþá. Það er athyglisvert við þessar kosningar er það að Sigmundur Davíð fékk svona mikið fylgi sem er auðvitað mjög sláandi og svo hins vegar hitt að fylgi Framsóknarflokksins minnkaði lítið sem ekkert. Sigmundur Davíð hefur því ekki verið að taka fylgi af kjósendum Framsóknarflokksins, að minnsta kosti ekki frá kosningunum í fyrra, en það kann að vera að þessi aukna kjörsókn hafi eitthvað með þetta að gera, það er að stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafi setið heima síðast en mætt núna á kjörstað.“Hlutfall kvenna á þingi hefur ekki veri lægra síðan 2007.grafík/stöð 2Fjöldi kvenna ætti ekki að koma á óvart en gerir það samt Fjöldi kvenna á nýju þingi hefur síðan vakið athygli en hlutfall þingkvenna hefur ekki verið lægra í 10 ár. „Miðað við þessi úrslit og hvernig raðað var á listana og flokkana sem voru að fá mikið af atkvæðum þá ætti þetta ekki að koma á óvart. Þetta kemur auðvitað samt á óvart því manni fannst eins og þetta ætti ekki að geta gerst. En það er bara greinilegt að það eru ekkert allir flokkar sem hugsa um þetta þegar þeir raða á lista,“ segir Guðmundur og bendir á tvö dæmi sem snúa að Sjálfstæðisflokknum, annars vegar á Suðurkjördæmi þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum og náðu kjöri. Hins vegar nefnir Guðmundur Suðvesturkjördæmi þar sem Vilhjálmur Bjarnason féll af þingi en eftir prófkjör í kjördæminu í fyrra var voru karlarnir þrír sem skipuðu sæti 2, 3 og 4 færðir niður um eitt sæti á lsitanum og Bryndís Haraldsdóttir færð upp í 2. sætið. Vilhjálmur fór niður í 5. sæti. „Svo er greinilegt að Miðflokkurinn hafði þetta sjónarmið ekkert að leiðarljósi þegar hann raðaði á lista,“ segir Guðmundur en af sex þingmönnum flokksins er ein kona. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Ekki hafa færri konur náð kjöri í kosningum til Alþingis í áratug. "Þetta er afturför,“ segir fyrrverandi forseti þingsins, Unnur Brá Konráðsdóttir. Varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir frjálslynda hrynja af þingi. 30. október 2017 07:00 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Sjá meira
Margt er sérstakt við úrslit þingkosninganna. Strax má benda á það að aldrei hafa fleiri flokkar tekið sæti á Alþingi og þá hafa konur ekki verið færri á þingi síðan 2007. Sumt breytist þó aldrei í íslenskum stjórnmálum og það er lykilstaðan sem Framsóknarflokkurinn virðist hvað oftast koma sér í varðandi myndun ríkisstjórnar en ætli kosningar séu sögulegar á einhvern hátt? Vísir heyrði í Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði, og spurði hann hvað hann sæi í niðurstöðum kosninganna nú á mánudegi eftir kjördag. „Það er svona ákveðin þróun sem virðist vera staðfest, það er að segja það er staðfest að þessir gömlu lykilflokkar eru ekki eins stórir og þeir voru áður. Sjálfstæðisflokkurinn er að festast á þessu bili 25 til 30 prósent en áður var hann 35 til 40 prósent flokkur. Þetta er eitt sem blasir við. Samfylkingin sem var hinn turninn þá er hann fjarri því að vera nálægt þeim hæðum sem hún náði áður þó flokkurinn hafi aukið við fylgi sitt nú,“ segir Guðmundur.Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Vísir/anton brinkFjöldi flokkanna á þingi kominn til að vera Þá nefnir hann jafnframt fjölda flokkanna. Sjö flokkar áttu sæti á þingi á seinasta kjörtímabili en þeir verða átta nú. Guðmundur segist telja að þessi fjöldi sé kominn til að vera. „Fjórir flokkar á þingi, eða í mesta lagi fimm, það kerfi virðist vera horfið í bili og mun varla koma aftur,“ segir Guðmundur. Kosningaþátttaka var meiri í ár en í alþingiskosningunum í fyrra. Þetta segir Guðmundur ánægjulegt og bendir á að mögulega hafi fjöldi flokkanna eitthvað með aukna þátttöku að gera. Að minnsta kosti virðist vera sem það sé eftirspurn eftir fleiri flokkum á þingi. Aðspurður um lykilstöðuna sem Framsóknarflokkurinn er í núna bendir Guðmundur á að Framsókn sé miðjuflokkur. „Flokkurinn getur horft bæði til hægri og vinstri. Það hefur ekkert breyst og þar er hann ennþá. Það er athyglisvert við þessar kosningar er það að Sigmundur Davíð fékk svona mikið fylgi sem er auðvitað mjög sláandi og svo hins vegar hitt að fylgi Framsóknarflokksins minnkaði lítið sem ekkert. Sigmundur Davíð hefur því ekki verið að taka fylgi af kjósendum Framsóknarflokksins, að minnsta kosti ekki frá kosningunum í fyrra, en það kann að vera að þessi aukna kjörsókn hafi eitthvað með þetta að gera, það er að stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafi setið heima síðast en mætt núna á kjörstað.“Hlutfall kvenna á þingi hefur ekki veri lægra síðan 2007.grafík/stöð 2Fjöldi kvenna ætti ekki að koma á óvart en gerir það samt Fjöldi kvenna á nýju þingi hefur síðan vakið athygli en hlutfall þingkvenna hefur ekki verið lægra í 10 ár. „Miðað við þessi úrslit og hvernig raðað var á listana og flokkana sem voru að fá mikið af atkvæðum þá ætti þetta ekki að koma á óvart. Þetta kemur auðvitað samt á óvart því manni fannst eins og þetta ætti ekki að geta gerst. En það er bara greinilegt að það eru ekkert allir flokkar sem hugsa um þetta þegar þeir raða á lista,“ segir Guðmundur og bendir á tvö dæmi sem snúa að Sjálfstæðisflokknum, annars vegar á Suðurkjördæmi þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum og náðu kjöri. Hins vegar nefnir Guðmundur Suðvesturkjördæmi þar sem Vilhjálmur Bjarnason féll af þingi en eftir prófkjör í kjördæminu í fyrra var voru karlarnir þrír sem skipuðu sæti 2, 3 og 4 færðir niður um eitt sæti á lsitanum og Bryndís Haraldsdóttir færð upp í 2. sætið. Vilhjálmur fór niður í 5. sæti. „Svo er greinilegt að Miðflokkurinn hafði þetta sjónarmið ekkert að leiðarljósi þegar hann raðaði á lista,“ segir Guðmundur en af sex þingmönnum flokksins er ein kona.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Ekki hafa færri konur náð kjöri í kosningum til Alþingis í áratug. "Þetta er afturför,“ segir fyrrverandi forseti þingsins, Unnur Brá Konráðsdóttir. Varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir frjálslynda hrynja af þingi. 30. október 2017 07:00 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Ekki hafa færri konur náð kjöri í kosningum til Alþingis í áratug. "Þetta er afturför,“ segir fyrrverandi forseti þingsins, Unnur Brá Konráðsdóttir. Varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir frjálslynda hrynja af þingi. 30. október 2017 07:00
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45