Sigurður í bann fyrir „glórulausa dóminn“ en Japaninn í Val sleppur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 08:30 Sigurður Örn Þorsteinsson lætur finna fyrir sér í varnarleiknum. vísir/stefán Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram. Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00
Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30
Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45
Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti